Innlent

Sprengjuhótun í Ohio barst í gegnum Ísland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sprengjuhótunin var meðal annars send í gegnum tölvupóst.
Sprengjuhótunin var meðal annars send í gegnum tölvupóst. Mynd/ Getty.
Sprengjuhótun sem beindist að borginni Dublin í miðhluta Ohio er í bandarískum fjölmiðlum sögð hafa tengsl við Ísland. Samkvæmt lögregluskýrslum, sem fréttastofan 10 TV í Ohio, hefur undir höndum var hótunin send í gegnum netfang sem er ekki hægt að rekja. Tölvupósturinn fór meðal annars í gegnum íslenskan netþjón. Hún var líka send í gegnum síma.

Tölvupósturinn var sendur á nokkrar opinberar stofnanir seint í nóvember og olli nokkurri röskun á daglegri starfsemi. Talsmaður lögreglunnar í Ohio segir að lögreglumenn hafi núna rannsakað allar ábendingar sem hafi borist og sé enn að sækja upplýsingar til almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×