Óvænt brúðkaup í hádeginu - Nýbakaður eiginmaður eyðir nóttinni með skipstjóranum 12. desember 2012 20:24 Jón Gísli og Guðbjörg. MYND/Daníel Freyr Jónsson Sjómaðurinn Jón Gísli Jóhannesson gekk að eiga Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur, unnustu sína til 33 ára, á Hofsósi í dag. Hjónavígslan var með óhefðbundnu móti en brúðurinn hafði ekki hugmynd um að stóri dagurinn hefði runnið upp. „Eftir 33 ár gekk ég að eiga unnustu mína," segir Jón Gísli. „Hún Guðbjörg hafði gantast með þetta síðustu ár. Fyrst stakk hún upp á því að giftast þann 10.10.2010 en það hentaði ekki. Staðan var svipuð að ári liðnu, þann 11. nóvember 2011." Jón Gísli, sem hefur fengist við smíðar undanfarið, segir það vera vita vonlaust fyrir sig að ákveða eitthvað fram í tímann. „Það kemur alltaf eitthvað upp á," segir Jón Gísli og bætir við: „Þess vegna var þetta allt ákveðið í gærkvöldi."Jón Gísli, séra Gunnar og Guðbjörg.MYND/Daníel Freyr JónssonJón og séra Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hofsósi, lögðu á ráðin um athöfnina í heitapottinum. „Síðan talaði ég við dætur mínar og sagði þeim að tryggingarmaðurinn væri væntanlegur í hádeginu í dag. Daginn eftir sagði ég Guðbjörgu að ég hefði tafist aðeins út af tryggingarmanninum og að hún þyrfti að koma heim í hádeginu." En eins og svo oft á við um metnaðarfull laumuspil, þá var á kafla tvísýnt um að markmiðinu yrði náð. Jón Gísli greip þá til örþrifaráða. „Séra Gunnar vildi fá að koma inn á undan konunni. Þegar hún kom heim á hádegi henti ég í hana pening og sagði henni að fara út í búð. Þegar hún var komin í hvarf laumaðist séra Gunnar inn og stóð síðan í fullum skrúða þegar Guðbjörg gekk inn um dyrnar."Fjölskyldan saman.MYND/Daníel Freyr Jónsson„Hún var náttúrulega mjög hissa," segir Jón Gísli. „Búin að bíða í öll þessi 33 ár. En það stóð ekki á svörum hjá henni." Séra Gunnar gaf Jón Gísla og Guðbjörgu Særúnu saman í viðurvist barna þeirra. Jón Gísli segist lítið hafa hugsað um framhaldið. Hann grunar þó að áfanganum verði fagnað á næstunni. „Við erum ekki farin að hugsa um brúðkaupsferð. En það verður eitthvað gert fljótlega." „Ég fer síðan á sjó klukkan tvö í nótt og eyði brúðkaupsnóttinni með skipstjóranum," segir Gísli að lokum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Sjómaðurinn Jón Gísli Jóhannesson gekk að eiga Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur, unnustu sína til 33 ára, á Hofsósi í dag. Hjónavígslan var með óhefðbundnu móti en brúðurinn hafði ekki hugmynd um að stóri dagurinn hefði runnið upp. „Eftir 33 ár gekk ég að eiga unnustu mína," segir Jón Gísli. „Hún Guðbjörg hafði gantast með þetta síðustu ár. Fyrst stakk hún upp á því að giftast þann 10.10.2010 en það hentaði ekki. Staðan var svipuð að ári liðnu, þann 11. nóvember 2011." Jón Gísli, sem hefur fengist við smíðar undanfarið, segir það vera vita vonlaust fyrir sig að ákveða eitthvað fram í tímann. „Það kemur alltaf eitthvað upp á," segir Jón Gísli og bætir við: „Þess vegna var þetta allt ákveðið í gærkvöldi."Jón Gísli, séra Gunnar og Guðbjörg.MYND/Daníel Freyr JónssonJón og séra Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hofsósi, lögðu á ráðin um athöfnina í heitapottinum. „Síðan talaði ég við dætur mínar og sagði þeim að tryggingarmaðurinn væri væntanlegur í hádeginu í dag. Daginn eftir sagði ég Guðbjörgu að ég hefði tafist aðeins út af tryggingarmanninum og að hún þyrfti að koma heim í hádeginu." En eins og svo oft á við um metnaðarfull laumuspil, þá var á kafla tvísýnt um að markmiðinu yrði náð. Jón Gísli greip þá til örþrifaráða. „Séra Gunnar vildi fá að koma inn á undan konunni. Þegar hún kom heim á hádegi henti ég í hana pening og sagði henni að fara út í búð. Þegar hún var komin í hvarf laumaðist séra Gunnar inn og stóð síðan í fullum skrúða þegar Guðbjörg gekk inn um dyrnar."Fjölskyldan saman.MYND/Daníel Freyr Jónsson„Hún var náttúrulega mjög hissa," segir Jón Gísli. „Búin að bíða í öll þessi 33 ár. En það stóð ekki á svörum hjá henni." Séra Gunnar gaf Jón Gísla og Guðbjörgu Særúnu saman í viðurvist barna þeirra. Jón Gísli segist lítið hafa hugsað um framhaldið. Hann grunar þó að áfanganum verði fagnað á næstunni. „Við erum ekki farin að hugsa um brúðkaupsferð. En það verður eitthvað gert fljótlega." „Ég fer síðan á sjó klukkan tvö í nótt og eyði brúðkaupsnóttinni með skipstjóranum," segir Gísli að lokum
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira