Erlent

Nirvana spilar í New York

Nirvana
Nirvana
Rokkhljómsveitin Nirvana mun stíga á svið í New York í kvöld. Tæp 20 ár eru liðin frá því að Kurt Cobain, söngvari og forsprakki Nirvana, svipti sig lífi. Bítillinn Paul McCartney mun fylla í skarðið.

Nirvana mun koma fram á styrktartónleikum fyrir fórnarlömb stormsins Sandy sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í síðasta mánuði.

Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, mun rifja upp gamla takta á trommusettinu í kvöld en það mun Krist Novoselic, bassaleikari, einnig gera. Þá mun hinn goðsagnakenndi gítarleikari Pat Smear stíga á svið sem fjórði meðlimur Nirvana.

Breska fréttablaðið The Sun hefur eftir McCartney að hann hafi æft með Grohl og Novoselic síðustu daga. Þá hafi það verið ótrúleg lífsreynsla að spila með rokkurunum frá Seattle. Talið er að Nirvana muni frumflytja nýtt lag í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×