Innlent

Minniháttar leki í Maníu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði að Laugaveg 51 á fimma tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var lekinn ekki mikill.

Vatnslekinn var á annarri hæð hússins en þar voru iðnaðarmenn að störfum.

Eldur kom upp í húsinu fyrr í þessari viku. Þá bjargaði slökkvilið karlmanni og konu út úr húsinu en rýma þurfti verslunina Maníu sem er á jarðhæð hússins.

Eins og áður segir var um minniháttar leka að ræða og því þurfti ekki að tæma verslunina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×