Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2025 19:59 Donald Trump forseti og Pete Hegseth varnarmálaráðherra. AP/Julia Demaree Nikhinson Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir „meira í vændum“ eftir að Bandaríkjaher gerði loftárásir í norðvesturhluta Nígeríu. Áhrifafólk á hægri vængnum vestanhafs fagnar árásunum ákaft. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöld að hann hefði fyrirskipað loftárásir á skotmörk í Sokoto-héraði Nígeríu. Hann sagði skotmarkið hafa verið „hryðjuverkaúrhrök“ sem hann sagði ofsækja og myrða saklausa kristna menn. Árásirnar hafi verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld. „Fjöldamorð“ besta leiðin til að fagna jólum Öfgafulli áhrifavaldurinn og samsæringurinn Laura Loomer fagnaði árásunum innilega. „Ég get ekki ímyndað mér betri leið til að halda upp á jólin en með því að hefna drápa á kristnum mönnum með réttlátu fjöldamorði á íslömskum hryðjuverkamönnum,“ skrifaði hún á samfélagsmiðlum. Randy Fine, þingmaður repúblikana frá Flórídaríki, lýsti loftárásunum sömuleiðis sem „stórkostlegri jólagjöf“. Norðurhluti landsins bækistöðvar stigamanna Ríkisstjórn Trump og aðrir á hægri vængnum vestanhafs hefur verið umtalað um meintar ofsóknir í garð kristinna í norðurhéruðum Nígeríu. Sveitir sem kenna sig við íslamskt ríki hafa framið hryllileg ódæði í Sokoto-héraði í norðvesturhluta landsins og íslamistar Boko Haram sömuleiðis í hinu norðaustlæga Borno-héraði. Stjórnvöld í Nígeríu tóku þátt í aðgerðum Bandaríkjahers en benda á að ofbeldi fyrrnefndra hópa beinist gegn múslimum sem kristnum. Í Nígeríu eru engin opinber trúarbrögð en um helmingur íbúa landsins aðhyllast kristni (45%) af einhverju tagi og hinn helmingurinn íslam (53%). Stjórnvöld þar í landi hafa lengi reynt að stemma stigu við uppgang hryðjuverkasamtaka í norðanverðu landinu. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu voru að minnsta kosti 2.226 manns drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum á fyrri hluta þessa árs. Engin dauðsföll staðfest Hvorki Bandaríkjamenn né Nígeríumenn hafa staðfest hvort einhver hafi verið drepinn í árásunum. Íbúar í þorpinu Jabo í Sokoto-héraði sem fréttaveitan AP ræddi við sögðu engan hafa dáið né særst. „Þegar [eldflaugin] nálgaðist okkur varð hitinn þrúgandi. Nígeríska ríkisstjórnin ætti að gera ráðstafanir til að vernda okkur sem borgara þessa lands. Við höfum aldrei upplifað annað eins áður,“ sagði Abubakar Sani íbúi Jabo. Skógar Sokoto-héraðs hafa lengi verið bækistöðvar vopnaðra stigamanna og hryðjuverkasamtaka íslamista. Átökin eiga rætur sínar að rekja til átaka íslamskra hirða og að uppistöðu kristinna bænda vegna aðgangs að landi og vatni. Trúarbrögð, þjóðerni og móðurmál ólíkra hópa á svæðinu eiga þó þátt í stigmögnun ofbeldisins. Bandaríkin Nígería Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöld að hann hefði fyrirskipað loftárásir á skotmörk í Sokoto-héraði Nígeríu. Hann sagði skotmarkið hafa verið „hryðjuverkaúrhrök“ sem hann sagði ofsækja og myrða saklausa kristna menn. Árásirnar hafi verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld. „Fjöldamorð“ besta leiðin til að fagna jólum Öfgafulli áhrifavaldurinn og samsæringurinn Laura Loomer fagnaði árásunum innilega. „Ég get ekki ímyndað mér betri leið til að halda upp á jólin en með því að hefna drápa á kristnum mönnum með réttlátu fjöldamorði á íslömskum hryðjuverkamönnum,“ skrifaði hún á samfélagsmiðlum. Randy Fine, þingmaður repúblikana frá Flórídaríki, lýsti loftárásunum sömuleiðis sem „stórkostlegri jólagjöf“. Norðurhluti landsins bækistöðvar stigamanna Ríkisstjórn Trump og aðrir á hægri vængnum vestanhafs hefur verið umtalað um meintar ofsóknir í garð kristinna í norðurhéruðum Nígeríu. Sveitir sem kenna sig við íslamskt ríki hafa framið hryllileg ódæði í Sokoto-héraði í norðvesturhluta landsins og íslamistar Boko Haram sömuleiðis í hinu norðaustlæga Borno-héraði. Stjórnvöld í Nígeríu tóku þátt í aðgerðum Bandaríkjahers en benda á að ofbeldi fyrrnefndra hópa beinist gegn múslimum sem kristnum. Í Nígeríu eru engin opinber trúarbrögð en um helmingur íbúa landsins aðhyllast kristni (45%) af einhverju tagi og hinn helmingurinn íslam (53%). Stjórnvöld þar í landi hafa lengi reynt að stemma stigu við uppgang hryðjuverkasamtaka í norðanverðu landinu. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu voru að minnsta kosti 2.226 manns drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum á fyrri hluta þessa árs. Engin dauðsföll staðfest Hvorki Bandaríkjamenn né Nígeríumenn hafa staðfest hvort einhver hafi verið drepinn í árásunum. Íbúar í þorpinu Jabo í Sokoto-héraði sem fréttaveitan AP ræddi við sögðu engan hafa dáið né særst. „Þegar [eldflaugin] nálgaðist okkur varð hitinn þrúgandi. Nígeríska ríkisstjórnin ætti að gera ráðstafanir til að vernda okkur sem borgara þessa lands. Við höfum aldrei upplifað annað eins áður,“ sagði Abubakar Sani íbúi Jabo. Skógar Sokoto-héraðs hafa lengi verið bækistöðvar vopnaðra stigamanna og hryðjuverkasamtaka íslamista. Átökin eiga rætur sínar að rekja til átaka íslamskra hirða og að uppistöðu kristinna bænda vegna aðgangs að landi og vatni. Trúarbrögð, þjóðerni og móðurmál ólíkra hópa á svæðinu eiga þó þátt í stigmögnun ofbeldisins.
Bandaríkin Nígería Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent