Innlent

Traust til Vísis eykst um rúm 40%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Traust til fréttavefjarins Vísis hefur aukist um 43% frá árinu 2009. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar MMR á trausti til fjölmiðla. Þar kemur fram að í maí 2009 sögðust 24,4% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Visis borið saman við 34,8% nú. Prósentuaukningin er um 43%. Aftur á móti sögðust 22,5% bera lítið traust til Vísis.

Um 45% þeirra sem svöruðu sögðust treysta fréttastofu Stöðvar 2, en 16,4% sögðust bera lítið traust til Stöðvar 2. Þá sögðust 40,6% treysta Fréttablaðinu en 18,4% sögðust bera lítið traust til Fréttablaðsins.

Líkt og fyrr nýtur fréttastofa RÚV mests trausts allra fjölmiðla.

Hér má sjá hlekk á könnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×