Fleiri fréttir

Velti bíl og týndist úti í hrauni

Lögreglan á Suðurnesjum, ásamt Landhelgisgæslunni, leitaði manns í hrauninu nærri Kúagerði eftir að sá hinn sami hafði velt bíl sínum og rokið út í hraunið um tvöleytið í nótt.

Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu!

Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn.

Hunsuðu lokanir lögreglu: Þú segir mér ekki til!

"Þú segir mér ekki til og hættu að vera dónalegur við mig,“ var meðal þess sem lögreglan fékk að heyra frá gangandi vegfarendum á Laugaveginum í gær. Ástæðan var ekki óþarfa afskiptasemi af gestum Laugavegarins, heldur sú að þetta sama fólk freistaðist til þess að ganga framhjá logandi húsi við Laugaveginn þar sem björgunaraðgerðir og slökkviliðstörf stóðu yfir.

Willum Þór: Eins og að tapa í framlengingu

Eygló Harðardóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Mikil óánægja var meðal stuðningsmanna Willums Þórs Þórssonar, sem hafnaði í öðru sæti, og virðist sem sumir þeirra hafi misskilið kosningafyrirkomulagið.

Kýótó-bókunin um losun gróðurhúsaloftegunda framlengd

Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar.

Bílslys við Leirvogsbrú

Einn var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl eftir að hafa lent í hörðum árekstri við aðra bifreið á Vesturlandsvegi við Leirvogsbrú.

Segir bannið algjörlega óskiljanlegt

"Þetta er bara algjörlega óskiljanlegt,“ segir Hildur Lilliendahl í svari við fyrirspurn Vísis um ástæður þess að Facebook ákvað að loka fyrir aðgang hennar að samskiptavefnum í fimmta skiptið.

Facebook bannar Hildi í fimmta skiptið

Feminíski aðgerðarsinninn Hildur Lilliendahl hefur aftur verið úthýst af Facebook samkvæmt eigin tilkynningu á síðunni. Þar kemur fram að hún hafi verið úrskurðuð í 30 daga bann á Facebook þar sem hún birtir hlekki á ummæli sem birtust í athugasemdakerfi DV.

Fékk annað sætið

Willum Þór Þórsson fékk góða kosningu í annað sæti lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar.

Óttast að ríkið muni handstýra leiguverði í landinu

Félag löggiltra leigumiðlara óttast að ríkið muni handstýra leiguverði í landinu með nýju leigufélagi á vegum Íbúðalánasjóðs. Þá finnst félaginu skrítið að leigufélagið ætli ekki að nota þjónustu löggiltra leigumiðlara.

Eygló sigraði eftir harða samkeppni

Eygló Harðardóttir mun leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, en hún sigraði Willum Þór Þórsson eftir að kosið var aftur á milli þeirra.

Segir barnabörnin hafa þjáðst af illum öndum

Íslenskur maður, sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við, fullyrðir að tvö barnabörn sín hafi verið andsetin af illum öndum. Maðurinn, sem kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu, segir að hann hafi notið liðsinnis íslensks manns, sem hafi rekið andana úr börnunum, fyrir um tveimur árum síðan.

Spá stormi og stórhríð austanlands í dag

Austanlands er spáð er stormi og stórhríð í dag, frá Þistilfirði og suður fyrir miðja Austfirði. Reiknað er með vindhviðum upp á 30-40 m/s suðaustanlands, frá Hornafirði austur í Berufjörð frá því skömmu fyrir hádegi og fram á kvöldið.

Varað við mikilli hálku

Mikil hálka er á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi. Nú fyrir stuttu urðu umferðarslys bæði á Vesturlandsvegi og á Þingvallavegi. Búast má við hálku víðar á og við Höfuðborgarsvæðið, að sögn lögreglunnar.

Bílvelta í Kúagerði

Ein bílvelta varð í nótt á Reykjanesbrautinni þegar fólksbíll fór útaf við Kúagerði. Ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru meiðsli hans ekki talin alvarleg.

Obama biður um 7.600 milljarða vegna skaðans af Sandy

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur beðið bandaríska þingið um aukafjárveitingu upp á 60 milljarða dollara eða um 7.600 milljarða króna til handa fórnarlömbum ofsaveðursins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna.

Fangageymslur nær fullar eftir nóttina

Fangageymslur lögreglunnar eru nánast fullar eftir nóttina í nótt. Það eru fíkniefnamál, skemmdarverk og ölvunarástand sem orsaka það.

Verksmiðjan hafði misst starfsleyfið

Fjölmargar fataverksmiðjur í Bangladess, sem framleiða ódýr föt handa vestrænum neytendum, eru starfræktar án þess að aðstæður þar þættu boðlegar á Vesturlöndum. Hundruð þeirra uppfylla ekki skilyrði um brunavarnir í Bangladess.

Myrti stúlku vegna hávaða

Rúmlega þrítugur maður í Svíþjóð hefur játað að hafa myrt þrettán ára gamla stúlku í september.

Sönnunarbyrðin er á komufarþegunum

Þó ekki sé hægt að skylda farþega til að hafa kvittanir með öllum hlutum sem þeir tóku með sér að utan er það þeirra að sanna við heimkomu að þegar hafi verið greidd af þeim gjöld. Tollstjóri segir alla hluti í raun vera tollskylda við komuna.

Íbúar sannfærðir um að kveikt hafi verið í

Íbúar við Laugaveg 51 eru sannfærðir um að kveikt hafi verið í húsnæðinu í gær. Manni var bjargað út um glugga á þriðju hæð. Allt húsið mikið skemmt af reyk. Mikið tjón í versluninni Maníu. Íbúi hefur farið fram á endurbætur síðan 2005.

Kona á níræðisaldri þungt haldin á spítala

Kona á níræðisaldri lá í gærkvöldi þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni í Kópavogi um níuleytið í gærmorgun. Konan slasaðist mikið og hlaut töluverða áverka.

Vilja rannsókn vegna lífeyrisskuldbindinga

Hafnarfjarðarbær ber 1,7 milljarða króna kostnað vegna lífeyris fyrrverandi starfsmanna Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Bærinn vill að sérstakur sakóknari rannsaki mál tengd sparisjóðnum. Minnihlutinn í bæjarstjórn spyr um ábyrgð meirihlutans.

Bætt við 300 tonnum í netin

Ákveðið hefur verið að bæta 300 tonnum við heimildir til síldveiða með reknet í Breiðafirði og telst það lokaúthlutun þessa fiskveiðiárs. Heildarmagnið er þá orðið 900 tonn.

Sektin hækkuð um 20 milljónir

Hæstiréttur hækkaði á fimmtudag á ný sekt sem Símanum hafði verið gert að greiða fyrir brot á samkeppnislögum úr 30 milljónum króna í 50 milljónir.

Sjá næstu 50 fréttir