Erlent

Obama biður um 7.600 milljarða vegna skaðans af Sandy

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur beðið bandaríska þingið um aukafjárveitingu upp á 60 milljarða dollara eða um 7.600 milljarða króna til handa fórnarlömbum ofsaveðursins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna.

Ríkisstjórar New York og New Jersey hafa fagnað því hve upphæðin er stór en þessi ríki urðu harðast úti í ofsaveðrinu. Ríkisstjórarnir, þeir Andrew Cuomo og Chris Christie, þökkuðu Obama einnig fyrir þann stuðing sem forsetinn veitti íbúum ríkja sinna í kjölfar Sandy.

Reiknað er með að bæði fulltrúadeildin og öldungadeildin muni samþykkja þessa aukafjárveitingu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×