Erlent

Hópslagsmál á Strikinu í Kaupmannahöfn í nótt

Hópslagsmál brutust úr á Strikinu í Kaupmannahöfn í nótt milli tveggja hópa nýbúa sem lengi hafa átt í illdeilum.

Slagsmálin enduðu með að 25 ára gamall maður fékk hnífstungu og var fluttur á slysadeild en hann mun ekki vera alvarlega særður.

Lögreglunni barst tilkynning um slagsmálin skömmu eftir miðnættið. Einn var handtekinn í kjölfarið á slagsmálunum og reyndist hann vera með tvo hnífa á sér.

Lögreglan segir að hún þekki bæði fórnarlambið og meintan hnífstungumann en báðir hafa áður komið við sögu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×