Kýótó-bókunin um losun gróðurhúsaloftegunda framlengd 8. desember 2012 18:13 Mengun í Reykjavík. Myndin er úr safn og tengist ekki fréttinni beint. Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu mun fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, ljúka nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili. Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, lýkur nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili.Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Flest ríki hafa tilkynnt um sjálfviljug markmið um minnkun losunar til 2020, en þau eru ekki lagalega bindandi eins og í Kýótó-bókuninni. Fjögur ríki sem voru með í Kýótó á 1. tímabili verða ekki með á 2. tímabili: Japan, Kanada, Nýja-Sjáland og Rússland. Í Doha komst á skrið ný lota samningaviðræðna, sem miðar að því að koma á bindandi skuldbindingum fyrir öll ríki. Stefnt er að því að ljúka samningi þess efnis árið 2015 og að hann taki gildi árið 2020.Auk framlengingar Kýótó-bókunarinnar voru ýmsar ákvarðanir samþykktar í Doha sem lúta m.a. að því að auka loftslagstengda fjárhagsaðstoð til þróunarríkja og efla dreifingu loftslagsvænnar tækni. Fundurinn samþykkti ályktun um eflda þátttöku kvenna í starfi loftslagssamningsins, sem Ísland stóð að ásamt fjölda annarra ríkja. Ísland hefur lagt áherslu á jafnréttismál á vettvangi Loftslagssamningsins á undanförnum árum og átt þátt í að móta samningstexta og ályktanir um þau mál. Ísland stóð fyrir kynningarviðburði á Doha-fundinum um verkefni í Úganda, sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í ákvörðunartöku og aðgerðum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.Ísland er meðal þeirra ríkja sem tekur á sig skuldbindingar um takmörkun á losun á 2. tímabili Kýótó. Ísland tekur á sig sameiginlega skuldbindingu með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu um að draga úr losun um 20% til 2020, miðað við 1990. Með þessu fyrirkomulagi nýta ríkin sér ákvæði í Kýótó-bókuninni , sem heimilar ríkjum að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar. Þetta þýðir að ekki er gerð krafa á hvert einstakt ríki í hópnum að draga úr losun um 20%, heldur aðeins ríkjahópinn í heild, en ríkin innan hans þurfa svo að ákveða sín á milli hverjar skuldbindingar hvers og eins verður. Gengið verður frá því í kjölfar Doha-fundarins, áður en breytingar á Kýótó-bókuninni verða fullgildar.Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu mun fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, ljúka nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili. Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, lýkur nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili.Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Flest ríki hafa tilkynnt um sjálfviljug markmið um minnkun losunar til 2020, en þau eru ekki lagalega bindandi eins og í Kýótó-bókuninni. Fjögur ríki sem voru með í Kýótó á 1. tímabili verða ekki með á 2. tímabili: Japan, Kanada, Nýja-Sjáland og Rússland. Í Doha komst á skrið ný lota samningaviðræðna, sem miðar að því að koma á bindandi skuldbindingum fyrir öll ríki. Stefnt er að því að ljúka samningi þess efnis árið 2015 og að hann taki gildi árið 2020.Auk framlengingar Kýótó-bókunarinnar voru ýmsar ákvarðanir samþykktar í Doha sem lúta m.a. að því að auka loftslagstengda fjárhagsaðstoð til þróunarríkja og efla dreifingu loftslagsvænnar tækni. Fundurinn samþykkti ályktun um eflda þátttöku kvenna í starfi loftslagssamningsins, sem Ísland stóð að ásamt fjölda annarra ríkja. Ísland hefur lagt áherslu á jafnréttismál á vettvangi Loftslagssamningsins á undanförnum árum og átt þátt í að móta samningstexta og ályktanir um þau mál. Ísland stóð fyrir kynningarviðburði á Doha-fundinum um verkefni í Úganda, sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í ákvörðunartöku og aðgerðum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.Ísland er meðal þeirra ríkja sem tekur á sig skuldbindingar um takmörkun á losun á 2. tímabili Kýótó. Ísland tekur á sig sameiginlega skuldbindingu með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu um að draga úr losun um 20% til 2020, miðað við 1990. Með þessu fyrirkomulagi nýta ríkin sér ákvæði í Kýótó-bókuninni , sem heimilar ríkjum að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar. Þetta þýðir að ekki er gerð krafa á hvert einstakt ríki í hópnum að draga úr losun um 20%, heldur aðeins ríkjahópinn í heild, en ríkin innan hans þurfa svo að ákveða sín á milli hverjar skuldbindingar hvers og eins verður. Gengið verður frá því í kjölfar Doha-fundarins, áður en breytingar á Kýótó-bókuninni verða fullgildar.Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira