Erlent

Fellibylurinn Bopha stefnir aftur á Filippseyjar

Fellibylurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar þegar hann fór yfir á dögunum.
Fellibylurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar þegar hann fór yfir á dögunum.
Fellibylurinn Bopha hefur breytt um stefnu á Suður Kínahafi og stefnir nú aftur á Filippseyjar.

Um 500 manns létu lífið og yfir 250.000 manns misstu heimili sín þegar fellibylurinn Bopha herjaði á suðurhluta Filippseyja og þá einkum Mindanao eyju um miðja vikuna.

Bopha hélt síðan út á Suður Kínahaf en hefur þar óvænt breytt um stefnu og allar líkur eru taldar á að fellibylurinn skelli á norðurhluta Luzon eyju í nótt. Vindstyrkur hans er nú 44 metrar á sekúndu eða nokkru minni en þeir 58 metrar á sekúndu sem mældust þegar hann skall á Mindanao.

Íbúar Luzon eru nú að undirbúa sig fyrir komu fellibylsins að nýju og fólk hefur verið flutt frá þeim strandsvæðum þar sem talið er að Bopha gangi á land.

Benigno Aquino forseti Filippseyja hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum sem þýðir að héruðin sem verst urðu úti á Mindanao og öðrum eyjum í grenndinni fá aðgang að ýmsum neyðarsjóðum til að hraða enduruppbyggingunni eftir fellibylinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×