Innlent

Trjágróður hindrar snjóruðningstæki í borginni

Dráttarvélar sem ryðja snjó og sanda göngu- og hjólastíga hafa þurft frá að hverfa á nokkrum stöðum í borginni þar sem trjágróður hindrar för.

Ástæða er til að hvetja íbúa til að klippa gróður sem vex út fyrir lóðamörk og hafa verður í huga að hæð upp í neðstu grein við lóðamörk sé ekki lægri en 2,6 metrar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að á hverju ári verður alltaf eitthvað tjón á tækjum vegna trjágróðurs og eru það oftast speglar, kastarar og öryggisljós sem brota af, en einnig eru dæmi um að toppar dráttarvélanna hafi brotnað.

*„Þetta er sérlega sárt núna þegar við erum með nýju vélarnar," segir Sigurður Geirsson verkstjóri véladeildar, en nýverið voru teknir sjö nýir traktorar í gagnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×