Innlent

Bílvelta í Kúagerði

Kúagerði.
Kúagerði.
Ein bílvelta varð í nótt á Reykjanesbrautinni þegar fólksbíll fór útaf við Kúagerði. Ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru meiðsli hans ekki talin alvarleg.

Þá urðu tvær bílveltur í Eyjafirði í gærkvöldi en enginn slasaðist. Mikil hálka er á vegum víða um land samkvæmt tilkynningu frá vegagerðinni.

Austanlands er spáð stormi og stórhríð, en suðaustanlands er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu, frá Hornafirði og austur í Berufjörð frá því skömmu fyrir hádegi og fram á kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×