Innlent

Kosið um oddvita í suðvesturkjördæmi

Siv Friðleifsdóttir hefur leitt listann í átján ár. Núna stígur hún til hliðar.
Siv Friðleifsdóttir hefur leitt listann í átján ár. Núna stígur hún til hliðar.
Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í framhaldsskólanum Flensborg í Hafnarfirði.

Þar verður meðal annars kosið um frambjóðendur í efstu sæti framboðslista flokksins til alþingiskosninga í vor, en Siv Friðleifsdóttir, sem hefur verið oddviti listans í átján ár, gefur ekki kost á sér í kjördæminu á ný.

Það eru því þrír sem gefa kost á sér í fyrsta sætið. Það er þingmaðurinn Eygló Þóra Harðardóttir, Willum Þór Þórsson, framhalds- og háskólakennari og knattspyrnuþjálfari, og svo Una María Óskarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, en hún gefur raunar kost á sér í fyrsta til annað sætið.

Aðrir sem gefa kost á sér eru eftirfarandi:

Þorsteinn Sæmundsson rekstrarhagfræðingur í annað sæti,

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir náms- og starfsráðgjafi í annað til fjórða sæti,

Sigurjón Jónsson markaðsfræðingur í þriðja sæti og

Sigurjón N. Kjærnested vélaverkfræðingur í fjórða til sjötta sæti.

Alls eiga 643 félagsmenn seturétt á tvöföldu kjördæmisþinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×