Innlent

Velti bíl og týndist úti í hrauni

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Lögreglan á Suðurnesjum, ásamt Landhelgisgæslunni, leitaði manns í hrauninu nærri Kúagerði eftir að sá hinn sami hafði velt bíl sínum og rokið út í hraunið um tvöleytið í nótt.

Það var vegfarandi sem tilkynnti um bílveltuna og þegar lögreglan kom á vettvang var strax ljóst að ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, hafði gengið út í hraunið eftir að hafa vankast við bílveltuna.

Fljótlega eftir að lögreglan hafði kannað aðstæður varð ljóst að ekki var unnt að finna manninn hjálparlaust. Var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Mannsins var leitað í allnokkrar klukkustundir. Hann fannst svo um sexleytið í morgun, þá kaldur og hrakinn. Hann var færður á spítala til frekari aðhlynningar þar sem hann er enn.

Maðurinn er ekki grunaður um að hafa verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað. Ástæður þess að maðurinn fór út í hraunið eru taldar tengjast heilsufari hans en lögreglan vildi ekki tjá sig frekar um það mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×