Innlent

Facebook bannar Hildi í fimmta skiptið

Hildur Lilliendahl.
Hildur Lilliendahl.
Feminíski aðgerðarsinninn, Hildur Lilliendahl, hefur aftur verið úthýst af Facebook samkvæmt eigin tilkynningu á síðunni. Þar kemur fram að hún hafi verið úrskurðuð í 30 daga bann á Facebook þar sem hún birtir hlekki á ummæli sem birtust í athugasemdakerfi DV.

Þetta er fimmta bannið sem Hildur lendir í, síðast var hún í banni í nóvember fyrir að birta ummæli karlmanns sem sagðist vera tilbúinn til þess að bakka bíl sínum yfir Hildi og skilja eftir í handbremsu. Samkvæmt reglum Facebook má ekki birta skjámyndir af stöðuuppfærslum annarra.

Það mál vaktir reyndar tölvuerða athygli fyrir utan landsteinana en meðal annars fjallaði breska blaðið Daily Telegraph um málið.

Ekki náðist í Hildi vegna málsins, en á Facebook-síðu sinni skrifar hún einfaldlega: „Facebook-bann númer fimm. Sjáumst eftir áramót!"

Svo hlekkjar hún á þessa færslu.


Tengdar fréttir

Telegraph fjallar um Hildi

Breski blaðamaðurinn Emma Barnett, skrifar grein um baráttu Hildar Lilliendahl við Facebook, á vefsíðu breska dagblaðsins, Daily Telegraph. í dag.

Hildur snúin aftur á Facebook

Femíniski aðgerðarsinninn, Hildur Lilliendahl, er snúin aftur á Facebook eftir að henni var úthýst af samskiptavefnum fyrir mánuði síðan en þá birti hún skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson á Facebook síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×