Innlent

Sinfó með "flashmob" í Kringlunni

BBI skrifar
Sýningin byrjaði á einum hljóðfæraleikara en brátt streymdu þeir að úr öllum áttum.
Sýningin byrjaði á einum hljóðfæraleikara en brátt streymdu þeir að úr öllum áttum.
Verslunarferðin reyndist sérlega eftirminnileg hjá þeim sem áttu leið um Kringluna í dag þegar innkaupaleiðangurinn breyttist skyndilega í tónverk.

Hljómlistamenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðu komið sér fyrir með hljóðfærin víðsvegar í Kringlunni. Fyrstur stillti kontrabassaleikari sér upp og byrjaði að spila á miðju gólfi. Smám saman flykktust fleiri hljóðfæraleikarar að honum og fyrr en varði var fullskipuð hljómsveit og kór á miðju gólfinu. Hljómsveitin flutti Hallelúja-kórinn eftir Handel við miklar undirtektir viðstaddra.

Myndbandið hér að neðan var tekið af starfsmanni verslunarinnar iStore á Íslandi í Kringlunni sem setti það á Facebook-síðu verslunarinnar í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×