Innlent

Veður ætti að ganga niður á Austfjörðum í kvöld

Óveður.
Óveður.
Veður gengur mikið niður á Austfjörðum á milli kl. 18:00 og 21:00, en áfram verður þó skafrenningur á fjallvegum fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Annars staðar á landinu fer veður kólnandi og frystir með tilheyrandi ísingarmyndun á flestum láglendisvegum þar sem fyrir er ýmist bleyta eða krapi. Ökumenn þurfa því að vera vakandi fyrir hálkunni.

Færð og aðstæður:

Það er hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en annars víða hált á Suðurlandi.

Hálka er á velflestum vegum á Vesturlandi en þæfingsfærð á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er víða hálka en snjóþekja og skafrenningur á Þröskuldum og þæfingsfærð á Klettshálsi. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.

Hálka eða snjóþekja er víða á Norðurlandi. Flughált er í Fnjóskadal. Þæfingsfærð er á Brekknaheiði, Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.

Ofankoma er á Norðaustur- og Austurlandi.

Á Austurlandi er víðast hvar hált. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fagradal og Fjarðarheiði og snjóþekja og skafrenningur Oddsskarði. Vatnsskarð eystra er ófært. Óveður er í Hamarsfirði. Vetrarfærð er einnig á Suðausturlandi og flughált frá Höfn að Kvískerjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×