Innlent

Þjófar í Hafnarfirði stálu vörum fyrir hátt í 200 þúsund

Fjórir voru handteknir upp úr hádegi í dag en þeir höfðu stolið úr allnokkrum verslunum við Strandgötuna í Hafnarfirði í dag.

Lögreglu barst greinargóð lýsing af fjórmenningunum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir skömmu síðar. Á þeim fannst þýfið sem en verðgildi þess voru rúmar 160 þúsund krónur. Lögreglan lagði hald á þýfið og fjórmenningarnir handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×