Innlent

Bílslys við Leirvogsbrú

Vesturlandsvegur. Myndin er úr safni.
Vesturlandsvegur. Myndin er úr safni.
Einn var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl eftir að hafa lent í hörðum árekstri við aðra bifreið á Vesturlandsvegi við Leirvogsbrú.

Bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fastur í bílnum og þurfti að losa hann með þar til gerðum klippum.

Tveir voru í hinni bifreiðinni en þeir slösuðust lítil og ætluðu að koma sér sjálfir á slysadeild samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Ekki er vitað um meiðsl mannsins sem þurfti að klippa út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×