Jólakveðja Elíasar: Kaupa reykskynjara og hætta að vera heimsk Karen Kjartansdóttir skrifar 8. desember 2012 19:08 Litlu munaði að illa færi þegar það kviknaði í húsinu við Laugaveg. Ungur karlmaður sem hætt var kominn í gær eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Laugaveg segist ekki ætla trassa að setja upp reykskynjara aftur á lífsleiðinni. Hann telur sekúndur hafa skilið milli lífs og dauða. Elías Hrafn Pálsson slapp ómeiddur úr eldsvoða um hádegisbil í gær. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang en eldurinn kviknaði í tómri íbúð í fjölbýlishúsi við Laugaveg 51, fyrir neðan íbúð Elíasar. Sírenurnar voru það fyrsta sem vakti athygli hans á eldinum. "Ég vakna við sírenurnar, lít út um gluggann og sé að það er 20 manna lið að ryðjast inn til mín. Þá opna ég svefnherbergið og sé að stofan er full af reyk." Hann segir að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins strax. Hann hafi ætlað að rjúka út en ekki komist vegna reyks. "Ég er ekki einu sinni með reykskynjara, mín eigin heimska varð mér að falli þarna. Ég opna útidyrahurðina og þá er bara allur gangurinn í mökk og ég sé ekki einu sinni tvo metra fram fyrir mig. Slökkviliðsmennirnir voru bara tvo metra fyrir framan mig og ég sá þá ekki," segir Elías og bætir við: "Ég kallaði bara, strákar ég er hérna, ég er hérna, og þeir voru að leita að mér. Ég loka hurðinni aftur því ég er bara kafna. Ég hleyp svo aftur að herbergishurðinni og þá er herbergið mitt líka orðið fullt af reyk þótt ekki hafa liðið nema nokkrar sekúndur. Það var enginn reykur þar þegar ég fór út úr því. Þá veifaði ég til lögreglumannanna, hey strákar, og þeir komu auga á mig og hjálpuðu mér að klifra niður. Ef tíu til fimmtán sekúndur hefðu liðið til viðbótar stæði ég eflaust ekki hérna. Hann vissi þó enn varla hvað hafði gerst þegar hann kom út. "Ég vissi ekkert hvað var í gangi. Ég var bara ný vaknaður, það leið bara ein mínúta frá því að ég vaknaði og frá því ég var allt í einu á sjúkrabörum." Elíasi var samstundis gefið súrefni þegar hann kom út og dvaldi hann í um það bil þrjár klukkustundir á spítala á eftir. Hann reyndist aðeins hafa snert af reykeitrun en það segir hann hafa verið nógu vonda reynslu. "Þegar ég kom út hrækti ég alveg kolsvörtu og lungun á mér alveg svört eftir þetta. Tíu sekúndur til viðbótar af þessum reyk hefðu sannarlega getað drepið mig." Og þakklæti er Elíasi ofarlega í huga eftir þennan atburð. "Maður er ekki einn, þetta er magnað. Ég horfi á lífið öðrum augum í dag. Þetta er nýtt líf." Og þetta er jólakveðjan frá Elíasi þetta árið: "Kaupa reykskynjara og hætta að vera heimsk." Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ungur karlmaður sem hætt var kominn í gær eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Laugaveg segist ekki ætla trassa að setja upp reykskynjara aftur á lífsleiðinni. Hann telur sekúndur hafa skilið milli lífs og dauða. Elías Hrafn Pálsson slapp ómeiddur úr eldsvoða um hádegisbil í gær. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang en eldurinn kviknaði í tómri íbúð í fjölbýlishúsi við Laugaveg 51, fyrir neðan íbúð Elíasar. Sírenurnar voru það fyrsta sem vakti athygli hans á eldinum. "Ég vakna við sírenurnar, lít út um gluggann og sé að það er 20 manna lið að ryðjast inn til mín. Þá opna ég svefnherbergið og sé að stofan er full af reyk." Hann segir að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins strax. Hann hafi ætlað að rjúka út en ekki komist vegna reyks. "Ég er ekki einu sinni með reykskynjara, mín eigin heimska varð mér að falli þarna. Ég opna útidyrahurðina og þá er bara allur gangurinn í mökk og ég sé ekki einu sinni tvo metra fram fyrir mig. Slökkviliðsmennirnir voru bara tvo metra fyrir framan mig og ég sá þá ekki," segir Elías og bætir við: "Ég kallaði bara, strákar ég er hérna, ég er hérna, og þeir voru að leita að mér. Ég loka hurðinni aftur því ég er bara kafna. Ég hleyp svo aftur að herbergishurðinni og þá er herbergið mitt líka orðið fullt af reyk þótt ekki hafa liðið nema nokkrar sekúndur. Það var enginn reykur þar þegar ég fór út úr því. Þá veifaði ég til lögreglumannanna, hey strákar, og þeir komu auga á mig og hjálpuðu mér að klifra niður. Ef tíu til fimmtán sekúndur hefðu liðið til viðbótar stæði ég eflaust ekki hérna. Hann vissi þó enn varla hvað hafði gerst þegar hann kom út. "Ég vissi ekkert hvað var í gangi. Ég var bara ný vaknaður, það leið bara ein mínúta frá því að ég vaknaði og frá því ég var allt í einu á sjúkrabörum." Elíasi var samstundis gefið súrefni þegar hann kom út og dvaldi hann í um það bil þrjár klukkustundir á spítala á eftir. Hann reyndist aðeins hafa snert af reykeitrun en það segir hann hafa verið nógu vonda reynslu. "Þegar ég kom út hrækti ég alveg kolsvörtu og lungun á mér alveg svört eftir þetta. Tíu sekúndur til viðbótar af þessum reyk hefðu sannarlega getað drepið mig." Og þakklæti er Elíasi ofarlega í huga eftir þennan atburð. "Maður er ekki einn, þetta er magnað. Ég horfi á lífið öðrum augum í dag. Þetta er nýtt líf." Og þetta er jólakveðjan frá Elíasi þetta árið: "Kaupa reykskynjara og hætta að vera heimsk."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira