Innlent

Yrsa gefur út á lokaðasta bókamarkaði veraldar

Bandaríkjamenn munu geta lesið tvær bækur eftir Yrsu á næstunni.
Bandaríkjamenn munu geta lesið tvær bækur eftir Yrsu á næstunni.
Bandaríski útgáfurisinn St. Martin's Press hefur tryggt sér Auðnina og Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur samkvæmt tilkynningu frá útgáfunni Bjarti/Veröld.

Í vor kom Aska út undir merkjum forlagsins en áður höfðu Þriðja táknið og Sér grefur gröf verið gefnar út í Bandaríkjunum.

Bandaríkin eru lokaðasti markaður í heimi fyrir þýðingar en þýddar bækur eru innan við tvö prósent útgefinna titla þar í landi.

Auðnin og Ég man þig komu báðar nýlega út í Bretlandi og hafa fengið góða dóma. Tímaritið Stylist sagði Auðnina vera snilldarverk og Independent valdi Ég man þig á dögunum sem eina af tíu bestu glæpa- og spennusögum vetrarins þar í landi.

Þá skemmir ekki fyrir Yrsu að hún hefur verið að fá góða dóma hérlendis fyrir nýjustu bók sína, Kulda, en bókin fékk meðal annars fjórar stjörnur af fimm mögulegum í Fréttablaðinu á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×