Fleiri fréttir Nýmæli í mannréttindakaflanum tilviljanakennd Björg vill að Alþingi meti hvort æskilegt sé yfir höfuð að breyta mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. 7.12.2012 20:13 Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7.12.2012 19:45 Áfengissala eykst milli ára Sala á bjór og léttvíni eykst en aftur á móti er samdráttur í sölu á sterku víni. 7.12.2012 19:16 Þingsályktunartillaga um millidómstig Þorgerður Katrín leggur til að Alþingi feli innanríkisráðherra að semja lagafrumvarp um stofnun millidómstigs. 7.12.2012 18:47 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7.12.2012 18:37 Selja jólakort í nafni mannréttinda barna Með því að kaupa jólakort Barnaheilla má styðja starfsemi Save the Children á Íslandi. 7.12.2012 18:08 Segja hækkanir einkum bitna á landsbyggðarfólki Flugrekstraraðilar eru algerlega mótfallnir boðuðum skattahækkunum á flugþjónustu. 7.12.2012 18:00 Ingveldur sett í embætti hæstaréttardómara Eftir skipunina verða þrír dómarar af tólf konur. 7.12.2012 17:39 Framtakssjóðurinn selur 10% hlut í Vodafone til viðbótar Umframeftirspurn var eftir bréfum í Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, í opna hluta hlutafjárútboðs, en því lauk í gær. 10% hlutur í félaginu var til sölu í opna útboðinu. Lokaða hluta útboðsins lauk þann 3. desember og var einnig umframeftirspurn þar. 7.12.2012 16:38 María Birta þakklát - Leitar að húsnæði fyrir Jólamarkaðinn "Ég er svo rosalega þakklát,“ segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. "Ég vona að ég geti haft samband við allt þetta yndislega fólk sem hjálpaði okkur, þessa engla.“ 7.12.2012 16:37 Hrekkurinn umdeildi Í þessu myndskeiði má heyra símaatið sem áströlsku útvarpsmennirnir gerðu í spítalanum, þar sem Katrín Middleton dvaldi. Þau þykjast vera Elísabet drottning og Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, eiginmanns Katrínar. Þau spyrja um líðan Katrínar, og hjúkrunarfræðingurinn segir þeim frá ástandi hennar. Hjúkrunarkonan sem þau tala við svipti sig lífi í dag, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. 7.12.2012 16:14 Hjúkrunarkona Katrínar svipti sig lífi Talið er að hjúkrunarkona sem hlúði að Katrínu hertogynju af Cambridge hafi svipt sig lífi í dag. Tveir ástralskir útvarpsmenn gerðu henni grikk fyrr í vikunni þegar þeir hringdu á sjúkrahúsið þar sem Katrín hafði dvalið vegna uppkasta á meðgöngu. 7.12.2012 15:51 Klifraði niður stigann úr brennandi húsi Það verður að teljast mikil mildi að maður hafi sloppið heill út úr brennandi húsi að Laugavegi 51 í dag. Húsið var orðið fullt af reyk þegar slökkviliðið setti stiga upp að glugga svo maðurinn kæmist út um hann. Að auki var kona föst á svölum hússins og var henni líka bjargað. Umtalsverðar skemmdir urðu á húsinu af völdum vatns og reyks. 7.12.2012 15:28 Hótaði að drepa eiginkonu sína með hnífi Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hóta eiginkonu sinni með hnífi í júlí síðastliðnum. Maðurinn hótaði að hann skyldi drepa hana og á sama tíma ógnaði hann henni með hnífi. Konan skarst á fingrum hægri og vinstri handar þegar hún reyndi að ná hnífnum af honum. Maðurinn játaði sök en hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. 7.12.2012 15:20 Aftur ekið á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi Ekið var á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi um tvöleytið í dag. Það var sextán ára gamall unglingur sem varð fyrir bílnum, en hann slapp lítt meiddur. Mest fann hann fyrir eymslum í baki, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum. 7.12.2012 15:01 "Ekki bara glæpamenn í höfuðborginni“ „Það er nú bara þannig að glæpamenn búa ekki bara á höfuðborgarsvæðinu," segir Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði. Nýlega funduðu tveir lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu - sem hafa hvað mest unnið að rannsóknum mála er varða skipulögð glæpasamtök - með lögreglumönnum á Vestfjörðum. 7.12.2012 14:54 Mega nefna soninn Lárent Mannanafnanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að eiginnafnið Lárent tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Lárents og uppfyllir að öðru leyti ákvæði um mannanöfn. Nafnið hefur því verið fært á mannanafnaskrá. 7.12.2012 14:43 Er þetta gott eða vont? - Gangnam Style í jólabúningi Vinsælasta lag Youtube.com frá upphafi, Gangnam Style, er nú komið í jólabúning því plötusnúðurinn Peolo Monti hefur sett lagið saman við hið vinsæla lag Last Christmas, sem George Michael gerði vinsælt árið 1984. Útkoman er í meira lagi sérstök, en lagið hefur vakið töluverða athygli víðsvegar um heim. 7.12.2012 14:35 Ríkisstjórnin styrkir góðgerðarsamtök um 7.5 milljónir króna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni ráðuneytanna. Þess í stað verður 7.5 milljónum króna veitt í ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka hér á landi. 7.12.2012 14:07 Fjörutíu ár frá síðustu tunglferð mannsins Fjörutíu ár eru liðin frá því að geimferjunni Apollo 17 var skotið á loft. Var þetta síðasta tunglferð mannsins. 7.12.2012 13:40 Segir vegið að starfsheiðri sálfræðinga Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann og flutningsmann tillögu um heildrænar meðferðir græðara, hafa vegið að starfsheiðri sálfræðinga með ummælum sínum um að ekki væri hægt að sanna að samtalsmeðferð þeirra virki. 7.12.2012 13:33 John McAfee fluttur á sjúkrahús Auðkýfingurinn og hugbúnaðarfrumkvöðullinn John McAfee var fluttur á sjúkrahús í Guatemala í dag. McAfee, sem var eftirlýstur af Interpol vegna morðs í Belís, sótti um pólitísk hæli í Guatemala á dögunum. 7.12.2012 13:07 Manni bjargað úr brennandi húsi Manni var bjargað úr brennandi húsi á Laugavegi 51, úr íbúð fyrir ofan verslunina Maníu. Mikinn reyk lagði frá húsinu eftir að eldur kom upp, en lítill eldur var sjáanlegur þegar litið var á húsið frá Laugaveginum. 7.12.2012 13:03 Eldur í húsnæði Maníu: María Birta bjargar verðmætum Eldur kom upp í húsnæði á Laugavegi, í íbúðum fyrir ofan verslunina Maníu, og eru reykkafar á leið inn segir blaðamaður Fréttablaðsins sem er á staðnum. Eigendur verslunarinnar Maníu, en einn þeirra er María Birta Bjarndóttir, vinnur hörðum höndum að því að koma vörum út úr versluninni. 7.12.2012 12:36 Óska eftir vitnum að slysinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysinu sem varð á Nýbýlavegi í Kópavogi á níunda tímanum í morgun. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir strætisvagni, sem var ekið austur Nýbýlaveg á milli Túnbrekku og Þverbrekku, en tilkynnt var um slysið kl. 8.52. 7.12.2012 12:09 Bílstjórinn í áfalli "Maðurinn er auðvitað í áfalli. Menn fá þennan skell en sjálft sjokkið, það gæti komið nokkrum sólarhringum seinna,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við Vísi. 7.12.2012 12:00 Ákærður fyrir að sparka í andlit manns á skemmtistað Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í apríl árið 2010. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en sá ákærði var fjarverandi. 7.12.2012 11:59 Konan varð fyrir strætisvagni Það var strætisvagn sem ók á roskna konu í Nýbýlavegi í morgun. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var konan alvarlega slösuð. 7.12.2012 11:39 Fimmtán ára í keypti kannabis Tveir piltar á Suðurnesjum, sem báðir voru með fíkniefni í vörslum sínum, voru handteknir í gær. 7.12.2012 11:17 Alvarlegt umferðarslys í Kópavogi Kona er alvarlega slösuð eftir bílslys sem varð á Nýbýlavegi rétt austan við Þverbrekku rétt fyrir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan að ganga yfir götu þegar hún varð fyrir bílnum, en tildrög liggja ekki fyrir að öðru leyti. Dimmt var í morgun og skyggni mjög lélegt. 7.12.2012 11:01 Angelina Jolie hitti sýrlenska flóttamenn Angelina Jolie, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og Hollywoodleikkona, fór að landamærum Jórdaníu og Sýrlands í fyrrinótt til þess að hitta stríðshrjáða sýrlenska flóttamenn sem höfðu komist yfir til Jórdaníu. 7.12.2012 10:45 Bein útsending - Dagur rauða nefsins Skemmti- og söfnunarþáttur í beinni á Stöð 2 og Vísi klukkan 19.30. Íslenskir heimsforeldrar hafa þegar bjargað lífi ótal barna um heim allan. 7.12.2012 10:30 Íslendingur í Tókyó: Sem betur fer ekkert í líkingu við hamfarirnar í fyrra "Ég var bara hérna heima með stelpunum mínum og fann vel fyrir honum - það hristist allt hérna,“ segir Hilmar Þórlindsson, sem býr í Tókyó í Japan en jarðskjálfti upp á 7,3 stig varð undan austurströnd landsins í morgun. 7.12.2012 10:27 Um metra há flóðbylgja skall á Japan Um metra há flóðbylgja hefur skollið á norðausturströnd Japan. Flóðbylgjan kemur í kjölfar jarðskjálfta upp á 7,4 stig sem varð á töluverðu dýpi um 300 kílómetra undan austurströnd landsins í morgun. 7.12.2012 10:02 Kólumbíumartröðin á enda: "Við erum komin heim!!!!" Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson eru komin heim með dætur sínar tvær, Helgu Karólínu og Birnu Salóme, eftir ársdvöl í Kólumbíu. Hjónin ættleiddu stúlkurnar en það reyndist þrautin þyngri því ættleiðingarmálið fór fyrir dómstóla, þar sem það hefur verið í eitt ár. Hjónin sögðu í júní á þessu ári að baráttan við yfirvöld í landinu hafi verið martröð. 7.12.2012 09:32 Flóðbylgjuviðvörun gefin út í Japan Búið er að gefa út flóðbylgjuviðvörun í Japan eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 7,3 stig varð undan austurströnd landsins. 7.12.2012 08:59 Kínverjar refsa Norðmönnum í vegabréfsáritunum Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða íbúum í öllum ríkjum Evrópu nema Noregi upp á að ferðast til Beijing án vegabréfsáritunar. 7.12.2012 07:58 Óttast að fornleifarannsóknir gætu lagst af á næstu árum Forsendur til fornleifarannsókna eru brostnar taki lög um menningarminjar gildi um áramót, að mati fornleifafræðinga. Fjárframlög skorin niður um 60% síðan 2008. Mikið atvinnuleysi hjá stéttinni síðustu fimm ár. 7.12.2012 07:00 Funduðu um Sýrland Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu með erindreka SÞ um málefni Sýrlands í gær. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus og uppreisnarmenn ná fleiri hverfum á sitt vald. Óttast er að stjórnvöld gætu beitt efnavopnum. 7.12.2012 07:00 Nefnd gegn skítkasti og níði í bæjarstjórn „Við viljum alls ekki hefta að fólk tjái sig en það voru allir sammála um að þetta væri gengið það langt að það yrði að gera breytingar,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi og annar tveggja meðlima nefndar sem bæta á úr ófremdarástandi í bæjarstjórninni. 7.12.2012 07:00 Leysa á launadeilu innanhúss hjá LSH Reynt verður að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um úrbætur á stofnanasamningi við Landspítalann, án viðbótarfjárveitingar frá ríkinu. 7.12.2012 07:00 Hampa lögleiðingu hampsins í Washington Lög um lögleiðingu kannabisefna tóku gildi í Washington-ríki í Bandaríkjunum í gær og komu hundruð manna saman af því tilefni undir Geimnálinni í Seattle og nýttu sér þetta nýfengna frelsi. Íbúar ríkisins samþykktu lögin í almennri atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði, en hið sama gerðu íbúar Colorado og eru þetta einu tvö ríkin þar sem almenn neysla er leyfð. Í Colorado taka lögin gildi eftir áramót. 7.12.2012 07:00 Sagði af sér eftir sirkushneyksli Marianne Jelved tók í gær við embætti menningarráðherra í Danmörku eftir að Uffe Elbæk sagði af sér í kjölfar hneykslismáls. 7.12.2012 07:00 Efast um bakland andstæðinga Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, var settur af á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag. Þá samþykktu allir fundarmenn nema Gunnar vantrauststillögu á hann sem oddvita. 7.12.2012 07:00 Leita skal álits EFTA-dómstólsins Leita skal ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort íslenska ríkinu er heimilt að neita liðsmönnum glæpasamtakanna Hells Angels innan evrópska efnahagssvæðisins um landvistarleyfi. 7.12.2012 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Nýmæli í mannréttindakaflanum tilviljanakennd Björg vill að Alþingi meti hvort æskilegt sé yfir höfuð að breyta mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. 7.12.2012 20:13
Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7.12.2012 19:45
Áfengissala eykst milli ára Sala á bjór og léttvíni eykst en aftur á móti er samdráttur í sölu á sterku víni. 7.12.2012 19:16
Þingsályktunartillaga um millidómstig Þorgerður Katrín leggur til að Alþingi feli innanríkisráðherra að semja lagafrumvarp um stofnun millidómstigs. 7.12.2012 18:47
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7.12.2012 18:37
Selja jólakort í nafni mannréttinda barna Með því að kaupa jólakort Barnaheilla má styðja starfsemi Save the Children á Íslandi. 7.12.2012 18:08
Segja hækkanir einkum bitna á landsbyggðarfólki Flugrekstraraðilar eru algerlega mótfallnir boðuðum skattahækkunum á flugþjónustu. 7.12.2012 18:00
Ingveldur sett í embætti hæstaréttardómara Eftir skipunina verða þrír dómarar af tólf konur. 7.12.2012 17:39
Framtakssjóðurinn selur 10% hlut í Vodafone til viðbótar Umframeftirspurn var eftir bréfum í Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, í opna hluta hlutafjárútboðs, en því lauk í gær. 10% hlutur í félaginu var til sölu í opna útboðinu. Lokaða hluta útboðsins lauk þann 3. desember og var einnig umframeftirspurn þar. 7.12.2012 16:38
María Birta þakklát - Leitar að húsnæði fyrir Jólamarkaðinn "Ég er svo rosalega þakklát,“ segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. "Ég vona að ég geti haft samband við allt þetta yndislega fólk sem hjálpaði okkur, þessa engla.“ 7.12.2012 16:37
Hrekkurinn umdeildi Í þessu myndskeiði má heyra símaatið sem áströlsku útvarpsmennirnir gerðu í spítalanum, þar sem Katrín Middleton dvaldi. Þau þykjast vera Elísabet drottning og Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, eiginmanns Katrínar. Þau spyrja um líðan Katrínar, og hjúkrunarfræðingurinn segir þeim frá ástandi hennar. Hjúkrunarkonan sem þau tala við svipti sig lífi í dag, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. 7.12.2012 16:14
Hjúkrunarkona Katrínar svipti sig lífi Talið er að hjúkrunarkona sem hlúði að Katrínu hertogynju af Cambridge hafi svipt sig lífi í dag. Tveir ástralskir útvarpsmenn gerðu henni grikk fyrr í vikunni þegar þeir hringdu á sjúkrahúsið þar sem Katrín hafði dvalið vegna uppkasta á meðgöngu. 7.12.2012 15:51
Klifraði niður stigann úr brennandi húsi Það verður að teljast mikil mildi að maður hafi sloppið heill út úr brennandi húsi að Laugavegi 51 í dag. Húsið var orðið fullt af reyk þegar slökkviliðið setti stiga upp að glugga svo maðurinn kæmist út um hann. Að auki var kona föst á svölum hússins og var henni líka bjargað. Umtalsverðar skemmdir urðu á húsinu af völdum vatns og reyks. 7.12.2012 15:28
Hótaði að drepa eiginkonu sína með hnífi Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hóta eiginkonu sinni með hnífi í júlí síðastliðnum. Maðurinn hótaði að hann skyldi drepa hana og á sama tíma ógnaði hann henni með hnífi. Konan skarst á fingrum hægri og vinstri handar þegar hún reyndi að ná hnífnum af honum. Maðurinn játaði sök en hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. 7.12.2012 15:20
Aftur ekið á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi Ekið var á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi um tvöleytið í dag. Það var sextán ára gamall unglingur sem varð fyrir bílnum, en hann slapp lítt meiddur. Mest fann hann fyrir eymslum í baki, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum. 7.12.2012 15:01
"Ekki bara glæpamenn í höfuðborginni“ „Það er nú bara þannig að glæpamenn búa ekki bara á höfuðborgarsvæðinu," segir Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði. Nýlega funduðu tveir lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu - sem hafa hvað mest unnið að rannsóknum mála er varða skipulögð glæpasamtök - með lögreglumönnum á Vestfjörðum. 7.12.2012 14:54
Mega nefna soninn Lárent Mannanafnanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að eiginnafnið Lárent tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Lárents og uppfyllir að öðru leyti ákvæði um mannanöfn. Nafnið hefur því verið fært á mannanafnaskrá. 7.12.2012 14:43
Er þetta gott eða vont? - Gangnam Style í jólabúningi Vinsælasta lag Youtube.com frá upphafi, Gangnam Style, er nú komið í jólabúning því plötusnúðurinn Peolo Monti hefur sett lagið saman við hið vinsæla lag Last Christmas, sem George Michael gerði vinsælt árið 1984. Útkoman er í meira lagi sérstök, en lagið hefur vakið töluverða athygli víðsvegar um heim. 7.12.2012 14:35
Ríkisstjórnin styrkir góðgerðarsamtök um 7.5 milljónir króna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni ráðuneytanna. Þess í stað verður 7.5 milljónum króna veitt í ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka hér á landi. 7.12.2012 14:07
Fjörutíu ár frá síðustu tunglferð mannsins Fjörutíu ár eru liðin frá því að geimferjunni Apollo 17 var skotið á loft. Var þetta síðasta tunglferð mannsins. 7.12.2012 13:40
Segir vegið að starfsheiðri sálfræðinga Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann og flutningsmann tillögu um heildrænar meðferðir græðara, hafa vegið að starfsheiðri sálfræðinga með ummælum sínum um að ekki væri hægt að sanna að samtalsmeðferð þeirra virki. 7.12.2012 13:33
John McAfee fluttur á sjúkrahús Auðkýfingurinn og hugbúnaðarfrumkvöðullinn John McAfee var fluttur á sjúkrahús í Guatemala í dag. McAfee, sem var eftirlýstur af Interpol vegna morðs í Belís, sótti um pólitísk hæli í Guatemala á dögunum. 7.12.2012 13:07
Manni bjargað úr brennandi húsi Manni var bjargað úr brennandi húsi á Laugavegi 51, úr íbúð fyrir ofan verslunina Maníu. Mikinn reyk lagði frá húsinu eftir að eldur kom upp, en lítill eldur var sjáanlegur þegar litið var á húsið frá Laugaveginum. 7.12.2012 13:03
Eldur í húsnæði Maníu: María Birta bjargar verðmætum Eldur kom upp í húsnæði á Laugavegi, í íbúðum fyrir ofan verslunina Maníu, og eru reykkafar á leið inn segir blaðamaður Fréttablaðsins sem er á staðnum. Eigendur verslunarinnar Maníu, en einn þeirra er María Birta Bjarndóttir, vinnur hörðum höndum að því að koma vörum út úr versluninni. 7.12.2012 12:36
Óska eftir vitnum að slysinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysinu sem varð á Nýbýlavegi í Kópavogi á níunda tímanum í morgun. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir strætisvagni, sem var ekið austur Nýbýlaveg á milli Túnbrekku og Þverbrekku, en tilkynnt var um slysið kl. 8.52. 7.12.2012 12:09
Bílstjórinn í áfalli "Maðurinn er auðvitað í áfalli. Menn fá þennan skell en sjálft sjokkið, það gæti komið nokkrum sólarhringum seinna,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við Vísi. 7.12.2012 12:00
Ákærður fyrir að sparka í andlit manns á skemmtistað Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í apríl árið 2010. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en sá ákærði var fjarverandi. 7.12.2012 11:59
Konan varð fyrir strætisvagni Það var strætisvagn sem ók á roskna konu í Nýbýlavegi í morgun. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var konan alvarlega slösuð. 7.12.2012 11:39
Fimmtán ára í keypti kannabis Tveir piltar á Suðurnesjum, sem báðir voru með fíkniefni í vörslum sínum, voru handteknir í gær. 7.12.2012 11:17
Alvarlegt umferðarslys í Kópavogi Kona er alvarlega slösuð eftir bílslys sem varð á Nýbýlavegi rétt austan við Þverbrekku rétt fyrir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan að ganga yfir götu þegar hún varð fyrir bílnum, en tildrög liggja ekki fyrir að öðru leyti. Dimmt var í morgun og skyggni mjög lélegt. 7.12.2012 11:01
Angelina Jolie hitti sýrlenska flóttamenn Angelina Jolie, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og Hollywoodleikkona, fór að landamærum Jórdaníu og Sýrlands í fyrrinótt til þess að hitta stríðshrjáða sýrlenska flóttamenn sem höfðu komist yfir til Jórdaníu. 7.12.2012 10:45
Bein útsending - Dagur rauða nefsins Skemmti- og söfnunarþáttur í beinni á Stöð 2 og Vísi klukkan 19.30. Íslenskir heimsforeldrar hafa þegar bjargað lífi ótal barna um heim allan. 7.12.2012 10:30
Íslendingur í Tókyó: Sem betur fer ekkert í líkingu við hamfarirnar í fyrra "Ég var bara hérna heima með stelpunum mínum og fann vel fyrir honum - það hristist allt hérna,“ segir Hilmar Þórlindsson, sem býr í Tókyó í Japan en jarðskjálfti upp á 7,3 stig varð undan austurströnd landsins í morgun. 7.12.2012 10:27
Um metra há flóðbylgja skall á Japan Um metra há flóðbylgja hefur skollið á norðausturströnd Japan. Flóðbylgjan kemur í kjölfar jarðskjálfta upp á 7,4 stig sem varð á töluverðu dýpi um 300 kílómetra undan austurströnd landsins í morgun. 7.12.2012 10:02
Kólumbíumartröðin á enda: "Við erum komin heim!!!!" Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson eru komin heim með dætur sínar tvær, Helgu Karólínu og Birnu Salóme, eftir ársdvöl í Kólumbíu. Hjónin ættleiddu stúlkurnar en það reyndist þrautin þyngri því ættleiðingarmálið fór fyrir dómstóla, þar sem það hefur verið í eitt ár. Hjónin sögðu í júní á þessu ári að baráttan við yfirvöld í landinu hafi verið martröð. 7.12.2012 09:32
Flóðbylgjuviðvörun gefin út í Japan Búið er að gefa út flóðbylgjuviðvörun í Japan eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 7,3 stig varð undan austurströnd landsins. 7.12.2012 08:59
Kínverjar refsa Norðmönnum í vegabréfsáritunum Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða íbúum í öllum ríkjum Evrópu nema Noregi upp á að ferðast til Beijing án vegabréfsáritunar. 7.12.2012 07:58
Óttast að fornleifarannsóknir gætu lagst af á næstu árum Forsendur til fornleifarannsókna eru brostnar taki lög um menningarminjar gildi um áramót, að mati fornleifafræðinga. Fjárframlög skorin niður um 60% síðan 2008. Mikið atvinnuleysi hjá stéttinni síðustu fimm ár. 7.12.2012 07:00
Funduðu um Sýrland Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu með erindreka SÞ um málefni Sýrlands í gær. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus og uppreisnarmenn ná fleiri hverfum á sitt vald. Óttast er að stjórnvöld gætu beitt efnavopnum. 7.12.2012 07:00
Nefnd gegn skítkasti og níði í bæjarstjórn „Við viljum alls ekki hefta að fólk tjái sig en það voru allir sammála um að þetta væri gengið það langt að það yrði að gera breytingar,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi og annar tveggja meðlima nefndar sem bæta á úr ófremdarástandi í bæjarstjórninni. 7.12.2012 07:00
Leysa á launadeilu innanhúss hjá LSH Reynt verður að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um úrbætur á stofnanasamningi við Landspítalann, án viðbótarfjárveitingar frá ríkinu. 7.12.2012 07:00
Hampa lögleiðingu hampsins í Washington Lög um lögleiðingu kannabisefna tóku gildi í Washington-ríki í Bandaríkjunum í gær og komu hundruð manna saman af því tilefni undir Geimnálinni í Seattle og nýttu sér þetta nýfengna frelsi. Íbúar ríkisins samþykktu lögin í almennri atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði, en hið sama gerðu íbúar Colorado og eru þetta einu tvö ríkin þar sem almenn neysla er leyfð. Í Colorado taka lögin gildi eftir áramót. 7.12.2012 07:00
Sagði af sér eftir sirkushneyksli Marianne Jelved tók í gær við embætti menningarráðherra í Danmörku eftir að Uffe Elbæk sagði af sér í kjölfar hneykslismáls. 7.12.2012 07:00
Efast um bakland andstæðinga Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, var settur af á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag. Þá samþykktu allir fundarmenn nema Gunnar vantrauststillögu á hann sem oddvita. 7.12.2012 07:00
Leita skal álits EFTA-dómstólsins Leita skal ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort íslenska ríkinu er heimilt að neita liðsmönnum glæpasamtakanna Hells Angels innan evrópska efnahagssvæðisins um landvistarleyfi. 7.12.2012 07:00