Fleiri fréttir

Skýstrókur vekur athygli í Bogota

Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg.

Fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir

Karlmaður um fimmtugt var fluttur á sjúkrahús eftir að hann varð fyrir árás í Sandgerði í nótt. Hann slasaðist töluvert en er á batavegi að sögn lögreglu. Árásarmaðurinn var handtekinn og bíður yfirheyrslu. Þá var ráðist á tuttugu og fimm ára gamlan mann í Hafnargötu í Keflavík í nótt og tvær tennur slegnar úr honum. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og verður yfirheyrður í dag.

Vann 20 milljarða í lottói

Það var einn heppinn íbúi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum sem vann jafnvirði rúmlega tuttugu milljarða íslenskra króna í bandaríska ofurlottóinu í gær. Potturinn var orðinn svona stór því enginn hafi hreppt fyrsta vinning síðan í lok júní. Hægt er að kaupa miða í tuttugu og níu ríkjum Bandaríkjanna.

Þýsku ferðamennirnir taldir af

Þýsku ferðamennirnir sem leitað hefur verið að síðastliðna viku eru taldir af. Slysavarnarfélagið Landsbjörg boðaði til blaðamannafundar í morgun. Þar var greint frá atburðarrás leitarinnar. Hún hefur engan árangur borið og er formlegri leit hætt.

Fjörutíu og tveir fórust í sprengingu á Indlandi

Lögreglan á Indlandi leitar vísbendinga um hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem urðu minnst fjörutíu og tveimur að bana í borginni Híderabad í suðurhluta landsins í gær. Nærri fimmtíu særðust í ársinni. Sprengjurnar sprungu með stuttu millibili nærri vinsælum veitingastað þar sem fjölmargir sátu utandyra og snæddu.

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Lynghálsi 11 í nótt

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Lynghálsi 11 á þriðja tímanum í nótt. Mikill eldur logaði þar á vélaverkstæði. Talsverð olía er geymd á staðnum. Að sögn slökkviliðsins voru 6 reykkafarar sendir inn í bygginguna til að kanna aðstæður.

Fangageymslur fylltust í nótt

Fangageymslur fylltust á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Meðal þess sem bókað er í dagbók lögreglunnar er að dyravörður á Gauki á Stöng var laminn með glasi í andltið. Hópslagsmál brutust út á Sportbarnum í Hafnarfirði og maður varð fyrir árás í Hlégarði í Mosfellsbæ.

Ráðist að lögreglu á Stuðmannadansleik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi vegna óláta á Stuðmannadansleik. Þegar lögreglan kom á staðinn voru dyraverðir búnir að yfirbuga þrjá. Hópur fólks veittist að lögreglu þegar hún kom á staðinn.

Aron Pálmi kominn til landsins

Aron Pálmi Ágústsson sem setið hefur í fangelsi í Texas fyllki í Bandaríkjunum í 10 ár, eða frá því hann var 13 ára, kom til landsins klukkan hálf sjö í morgun ásamt þremur móðursystrum sínum og fjölskyldum þeirra.

Hæstaréttardómarar vilja ekki taka afstöðu

Hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson telja það ekki í verkahring Hæstaréttar að raða umsækjendum í hæfnisröð. Skipað verður í embætti hæstaréttardómara frá og með 1. september næstkomandi. Hæstiréttur hefur skilað umsögn um umsækjendur.

Opnaði iPhone

Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna.

Glæsileg aðstaða í notkun að Hlíðarenda með vígslu Vodafone-vallarins

Valsmenn gengu fylktu liði úr Hlíðahverfinu yfir á óðal sitt að Hlíðarenda í dag til að fagna nýjum og einkar glæsilegum mannvirkjum sem þar voru vígð. Mikið fjör var í höfuðstöðvum Vals enda hafa margir lagt mikið á sig til að gera aðstöðuna eins glæsilega og raun ber vitni. Nýju mannvirkin eru býsna ólík gömlu útihúsunum að Hlíðarenda.

Bati á mörkuðum og krónan að styrkjast á ný

Fjármálaskýrendur segja að batinn á mörkuðunum í Bandaríkjunum gær gefi fyrirheit um að það versta sé yfirstaðið. Þó sé of snemmt að fagna. Sala á íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum hefur aukist á ný samkvæmt nýjustu tölum sem hefur slegið talsvert á áhyggjur af húsnæðiskreppunni þar í landi.

Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum.

Hefur reist gaddavírsgirðingu til að loka af drukkna nátthrafna í miðborginni

Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að miðborgin sé ekki einungis fyrir menn í stroknum skyrtum og pússuðum skóm en borgarfulltrúar Samfylkingarinnar stóðu vaktina með lögreglunni í miðborginni í nótt. Íbúi í miðborginni hefur reist girðingu til að verjast ágangi drukkinna nátthrafna.

Landlæknir hyggst funda með Lyfjastofnun og Lyfjanefnd

Landlæknir hyggst funda með Lyfjastofnun ríkisins og lyfjanefnd um hvort taka eigi svefnlyfið Flunitrazepam af lyfjaskrá. Talið er að lyfið hafi ítrekað verið byrlað fólki og því síðan nauðgað. Verulega hefur dregið úr framvísunum lyfsins en landlæknir segir fulla ástæðu til að taka málið alvarlega.

Hestaflensa í Ástralíu

Hestaflensa hefur skotið sér niður í nágrenni við veðhlaupahesta í Ástralíu. Veikin er bráðsmitandi og ógnar íþrótt sem skilar Áströlum milljörðum í kassann.

Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn.

Verið að yfirheyra flugdólginn

Verið er að yfirheyra manninn sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að flugmenn Lufthansa lentu flugvél félagsins þar vegna óláta í manninum.

Þúsund manns teknir fyrir hraðakstur á Hvolsvelli í sumar

Lögreglan á Hvolsvelli tók 43 ökumenn fyrir of hraðann akstur í sérstöku umferðarátaki í gær. Sá sem hraðast fór ók á tæplega 140 kílómetra hraða á klukkustund. Frá 1. júní síðastliðinn hafa 1050 verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar, eða að meðaltali um 13 á dag.

Enn leitað að Þjóðverjunum

Leit að þýsku ferðamönnunum hefur enn ekki borið árangur, en hún heldur áfram í dag. Að sögn Ólafar Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörgu, verður leitað í grennd við svæðið þar sem tjöld mannanna fundust, á Öræfajökli og Svínafellsjökli.

Stunginn vegna bragðvondrar pylsu

Deilur um franska pylsu enduðu með því að maður var stunginn í brjóstið á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í nótt. Árásarmaðurinn á langa afbrotasögu að baki.

Varð alelda og skall til jarðar

Minnst 11 slösuðust og tveggja er saknað eftir að eldur kviknaði í loftbelg og hann hrapaði á tjaldsvæði nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Loftbelgurinn varð nær alelda þegar hann var nýlega kominn á loft og í tæplega 8 metra hæð frá jörðu.

Aftur kosið í Síerra Leóne

Önnur umferð forsetakosninga verður haldin í Afríkuríkinu Síerra Leóne eftir hálfan mánuð. Kjörstjórn landsins tilkynnti í morgun að einginn frambjóðenda hefði fengið hreinan meirhluta í fyrri umferð.

Kastró sagður allur

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn samkvæmt sænska héraðsfréttablaðinu Norra Skåne. Blaðið birti þessa frétt í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andláti Kastrós í morgun og aðrar fréttir hermdu í gær að byltingarleiðtoginn aldni væri við góða heilsu.

Íbúar við Keilugranda ósáttir við fyrirhugaða byggingu háhýsis

Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni við Keilugranda hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu níu hæða húss við Keilugranda eitt. Talsmaður íbúanna segir að háhýsið muni skyggja á aðrar byggingar í kring og umferð á svæðinu stóraukist. Fjöldi íbúða sé langt umfram það sem lagt hafi verið upp með í fyrstu.

Mannskæðir skógareldar í Grikklandi

Rúmlega 40 manns hafa týnt lífi í miklum skógareldum sem geisa í Suður-Grikklandi. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að verða eldunum að bráð.

Neitar að hafa orðið Madeleine að bana

Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs sem hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Hann segir fullyrðingarnar vera rógburð.

Dyraverðir særðust í Liverpool

Tveir dyraverðir særðust í skotárás fyrir utan veitingastað á Penny Lane í Liverpool á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í vikunni var ellefu ára piltur skotinn á bílastæði við knæpu í borginni. Strákurinn lést af sárum sínum og þrír unglingar hafa verið handteknir vegna málsins.

Bretar mega flytja út nautakjöt á ný

Útflutningsbanni Evrópusambandsins á lifandi búfénað, kjöt og mjólkurafurðir frá Bretlandi hefur verið aflétt. Bannið var sett á þegar gin- og klaufaveiki greindist á tveimur nautgripabúum í Surrey á Englandi fyrr í mánuðinum.

Ólýsanlegur harmleikur í Grikklandi

Fjörutíu og einn hafa týnt lífi í skógareldum sem geisa í Suður-Grikklandi. Óttast er að fleiri hafi farist í eldunum sem hafa logað á Pelopon-nese-skaga síðan á föstudag. Ekki tókst að rýma sum svæði áður en eldarnir breiddust út.

Bandaríkjamenn neita að framselja fyrrum leiðtoga Panama

Dómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu um að stöðva framsal Manuels Noriega, fyrrverandi leiðtoga Panama, til Frakklands. Þar í landi verður Noriega gert að afplána tíu ára dóm sem hann hlaut fyrir peningaþvætti. Árið 1992 var Noriega, sem er sjötíu og tveggja ára, dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og gróðabrask í Miami. Afplánun vegna þess lýkur í næsta mánuði.

Rafmagn fór af í Reykjavík

Rafmagnslaust varð í Vogum, Heimum og hluta af Kleppsholti um klukkan hálf níu í morgun vegna háspennubilunar. Rafmagn er nú komið á að nýju en ástandið varði í 45 mínútur. Grafið var í háspennustreng á framkvæmdasvæði í Holtagörðum.

Flugdólgur tekinn í Keflavík

Flugvél frá þýska flugfélaginu Lufthansa lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálf níu í morgun vegna óláta í farþega um borð. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var maðurinn mjög ölvaður. Hann hafði meðal annars slegið til annarra farþega og áreitt flugfreyjur.

Framtíð fríríkisins handsöluð

Eftir margra mánaða erfiðar samningaviðræður hafa Kristjaníubúar og stjórnvöld í Danmörku loks náð samkomulagi um framtíð fríríkisins. Samkomulagið felur í sér að fasteignafélagið Realdania megi byggja allt að 24 þúsund fermetra af nýju íbúðarhúsnæði í Kristjaníu, sem þó verður að vera í stíl við þá byggð sem er þar fyrir. Þá innifelur samningurinn að ríkið megi ekki krefjast niðurrifs húsa á útivistarsvæði á jaðri fríríkisins.

Vestmannaeyjabær kynnir mótvægisaðgerðir

Velta Vestmannaeyjabæjar minnkar um ellefu milljarða króna á næstu þremur árum vegna skerðingar á aflaheimildum. Bæjarstjórnin kynnti í dag tillögur um að gjörbreyta fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar.

Algert umferðaröngþveiti í Kópavogi

Algjört umferðaröngþveiti ríkir á tímum í Kópavogi vegna lokunar hluta Nýbýlavegar á meðan framkvæmdir standa þar yfir. Margir villast og dæmi eru um að menn sitji fastir í umferðarhnútum í allt að klukkustund.

Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan

Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun.

Risapanda ól afkvæmi

Risapanda ól lifandi afkvæmi í dýragarði í Vínarborg í Austurríki í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Evrópu í aldarfjórðung en það var í dýragarði í Madríd á Spáni.

Eðlishvöt réð viðbrögðum

Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans.

Lágmarkslaun hækki um að minnsta kosti 30%

Forysta Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði telur að lágmarkslaun verði að minnsta kosti að hækka um 30% í næstu kjarasamningum. Erlendum félagsmönnum hefur fjölgað mikið í Hlíf á undanförnum árum og eru þeir nú um þriðjungur félagsmanna.

Sjá næstu 50 fréttir