Erlent

Bretar mega flytja út nautakjöt á ný

Útflutningsbanni Evrópusambandsins á lifandi búfénað, kjöt og mjólkurafurðir frá Bretlandi hefur verið aflétt. Bannið var sett á þegar gin- og klaufaveiki greindist á tveimur nautgripabúum í Surrey á Englandi fyrr í mánuðinum.

Enn banna Bretar þó útflutning á vörum frá eftirlitssvæðinu umhverfis búin þar sem veikin greindist. Óttast var að veikin hefði skotið sér niður á tveimur búum til viðbótar en svo var ekki.

Gin- og klaufaveiki hefur ekki greinst aftur í tæpar þrjár vikur og því talið óhætt að aflétta banninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×