Erlent

Fjörutíu og tveir fórust í sprengingu á Indlandi

Lögreglan á Indlandi leitar vísbendinga um hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem urðu minnst fjörutíu og tveimur að bana í borginni Híderabad í suðurhluta landsins í gær. Nærri fimmtíu særðust í ársinni. Sprengjurnar sprungu með stuttu millibili nærri vinsælum veitingastað þar sem fjölmargir sátu utandyra og snæddu.

Lögregla í borginni hefur ekki viljað staðfesta fréttir um að sjö sprengjur til viðbótar hafi fundist í borginni í gær og þær gerðar óvirkar. Prat-íbha Patil, forseti Indlands, segir árásinni ætlað að raska ró íbúa í borginni þar sem búa bæði múslimar og hindúar. Mikil spenna hefur kraumað í borginni síðustu misseri. Fyrir þremur mánuðum týndu ellefu lífi þegar sprengja sprakk í sautjándu aldar mosku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×