Erlent

Bandaríkjamenn neita að framselja fyrrum leiðtoga Panama

Dómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu um að stöðva framsal Manuels Noriega, fyrrverandi leiðtoga Panama, til Frakklands. Þar í landi verður Noriega gert að afplána tíu ára dóm sem hann hlaut fyrir peningaþvætti. Árið 1992 var Noriega, sem er sjötíu og tveggja ára, dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og gróðabrask í Miami. Afplánun vegna þess lýkur í næsta mánuði.

Lögfræðingur Noriega krafðist þess að framsal hans til Frakklands yrði stöðvað þar sem hann væri stríðsfangi í Bandaríkjunum og það ógilti kröfu Frakka. Noriega var einn helsti bandamaður bandarískra stjórnvalda í Rómönsku Ameríku en síðar slettist upp á vinskapinn og árið 1989 réðust Bandaríkjamenn inn í Panama og tóku Noriega höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×