Erlent

Ólýsanlegur harmleikur í Grikklandi

Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikkja, er harmi sleginn.
Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikkja, er harmi sleginn. Mynd/ AFP

Fjörutíu og einn hafa týnt lífi í skógareldum sem geisa í Suður-Grikklandi. Óttast er að fleiri hafi farist í eldunum sem hafa logað á Pelopon-nese-skaga síðan á föstudag. Ekki tókst að rýma sum svæði áður en eldarnir breiddust út.

Íbúar í þorpum hafa margir hverjir setið fastir þar sem eldarnir hafa króað þá af. Erfitt verður fyrir slökkviliðsmenn að berjast við eldana sem enn breiðast út. Hitinn á svæðinu mælist um fjörutíu gráður.

Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, segir þetta ólýsanlegan harmleik og hefur óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×