Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Guðjón Helgason skrifar 24. ágúst 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað. Erlent Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað.
Erlent Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira