Erlent

Dyraverðir særðust í Liverpool

Tveir dyraverðir særðust í skotárás fyrir utan veitingastað á Penny Lane í Liverpool á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í vikunni var ellefu ára piltur skotinn á bílastæði við knæpu í borginni. Strákurinn lést af sárum sínum og þrír unglingar hafa verið handteknir vegna málsins.

Lögregla segir árásina í gærkvöldi og morðið á drengnum ekki tengjast en málin hafa vakið óhug í borginni. Maðurinn sem skaut að dyravörðunum ók að veitingastaðnum á dökkum fólksbíl og að sögn vitna skaut hann nokkrum skotum út um glugga bílsins áður en hann ók á braut.

Götunni Penny Lane, sem Bítarnir gerðu ódauðlega í samnefndu lagi, var lokað meðan vettvangur var rannsakaður í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×