Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 18:30 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur. Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira