Erlent

Stunginn vegna bragðvondrar pylsu

Það var hasar í 7-11 á Ráðhústorgi í nótt.
Það var hasar í 7-11 á Ráðhústorgi í nótt. Mynd/ AFP

Deilur um franska pylsu enduðu með því að maður var stunginn í brjóstið á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í nótt. Árásarmaðurinn á langa afbrotasögu að baki.

Maður um tvítugt gekk inn í 7-11 verslun á Nytorv um fimm leytið að staðartíma og bað um að fá að borða. Þegar afgreiðslumaðurinn lét hann hafa franska pylsu varð maðurinn óánægður og kastaði pylsunni í höfuð afgreiðslumannsins. Því næst gekk hann á bak við afgreiðsluborðið. Hann sló afgreiðslumanninn í gólfið og bjó til sína eigin pylsu. Þegar einn af viðskiptavinunum bað ofbeldismanninn um að slaka á var hann stunginn í brjóstið með hníf. Hnífurinn fór nærri hjartanu en til mikillar mildi var sárið ekki djúpt og maðurinn slasaðist því ekki lífshættulega.

Þegar lögreglan kom á staðinn þurfti ekki að leita gerningsmannsins lengi því hann var í slagsmálum um hundrað metrum frá 7-11 búðinni. Hann var úrskurðaður í 25 daga gæsluvarðhald. Hann má þó vænta lengri tíma í fangelsi því hann var á reynslulausn. Danska lögreglan segir að maðurinn hafi verið mjög dópaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×