Fleiri fréttir

Kanna slóð upp að Hrútsfjallstindum

Björgunarsveitarmenn kanna nú hvort slóð, sem þeir fundu á Svínafellsjökli og liggur upp að Hrútsfjallstindum, sé eftir Þjóðverjana tvo sem leitað hefur verið að við Vatnajökul undanfarna daga. Hrútsfjallstindar eru norður af Svínafellsjökli. Að sögn Víðis Reynissonar, fulltrúa Ríkislögreglustjóra á svæðinu, er erfitt að greina hversu gömul slóðin er en ákveðið hafi verið að fylgja henni.

Forsetinn tók Lexus fram yfir Benz

Þeir sem hafa áhuga á kolsvörtum Mercedes Benz S500 L, með statífum fyrir flaggstangir á stuðaranum, geta skellt sér í bílaumboðið Öskju og ekið á honum heim í dag. Bíllinn var fluttur inn með það í huga að selja hann forsetaembættinu en af því varð ekki því forsetinn festi kaup á Lexus LS600 H tvinnbíl á dögunum, fyrstur evrópskra þjóðhöfðingja.

Vilja afnema byggðakvóta og veiðigjald

Efling á stoðkerfi sjávarútvegsins, auknar rannsóknir á þorski, afnám byggðakvóta og veiðigjalds og hraðari uppbygging á samgöngum til Vestmannaeyja eru meðal mótvægisaðgerða sem Vestmannaeyjabær leggur til, til að bregðast við niðurskurði á þorskkvóta.

Mamma ætlar að sofa

Þýskum manni óx svo í augum að undirbúa jarðarför móður sinnar að hann lét hana sitja áfram í uppáhalds stólnum sínum í tvö ár eftir að hún lést. Mamman var 92 ára gömul. Þegar hún lést í júlí árið 2005 var læknir til kvaddur. Hann úrskurðaði að hún hefði látist af eðlilegum orsökum. Hann gaf út dánarvottorð en skráði ekki dauðdagann.

Sjáldséð pöndufæðing í Austurríki

Fyrsta pandan í Evrópu sem var getin með eðlilegum hætti í dýragarði fæddist í Austurríki. Flestar risapöndur sem fæðast í dýragörðum eru getnar með tæknifrjóvgun, en stjórnandi Schoenbrunn dýragarðsins í Vínarborg vildi leyfa móðir náttúru að vinna sitt verk.

Hommarnir elska Putin

Myndir af Vladimír Putin, berum að ofan við veiðar, hafa vakið heimsathygli. Rússlandsforseti er vel stæltur og þegnar hans eru mikið hrifnir af karlmannlegri ímynd hans. Jafnvel hið virðulega blað Pravda birti stórar myndir af fáklæddum forsetanum með leiðbeiningum um hvernig karlmenn geti fengið vöðvabyggingu eins og hann. Konur eru sagðar hafa klippt myndirnar út og límt þær upp á veggi sína.

Platar sig inn á gamalt fólk og stelur frá því

Lögreglan á Suðurnesjum leitar ungrar konu sem hefur platað sig inn á eldra fólk í Reykjanesbæ og stolið frá því fjármunum. Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurnesjum, er vitað um tvö tilvik til þessa, í gærkvöld og í morgun.

Rak út á mitt Skorradalsvatn í fiskikari

Ellefu ára strákur þykir hafa sloppið vel eftir að fiskikar sem hann var að leika sér að rak út á mitt Skorradalsvatn eftir hádegið í dag. Strákurinn var þar að leik ásamt fleiri krökkum og hafði hann rekið út mitt vatn áður en forráðamenn hans og lögregla náðu til hans í karinu, en þau höfðu tekið árabát í nágrenninu og róið á eftir dengsa.

Þrennt flutt á slysadeild eftir árekstur í Njarðvík

Þrennt var flutt á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eftir árekstur á Njarðarbraut í Njarðvík í morgun. Að sögn lögreglu varð óhappið við hringtorg á götunni þar ók einn bíll aftan á annan og sá þriðji þar aftan á.

Dýrt að vingsa túttunum

Abbi-Louise Maple og Rachel Marchant eru báðar 21. árs gamlar. Á sumrin fara þær oft á baðströndina í West Worthing, í Englandi, þar sem þær eiga heima. Þar voru þær staddar fyrr í sumar þegar þær veittu athygli eftirlitsmyndavél sem notuð er til þess að fylgjast með ströndinni. Flissandi biðu þær eftir að vélin beindist að þeim. Þá lyftu þær upp bolunum og vingsuðu herlegheitum sínum. Svo veltust þær um í sandinum, skríkjandi af hlátri.

Bráðnandi jöklar gætu leyst hættulegar örveirur úr læðingi

Í Ekstra Bladet í dag er umfjöllun um þær hugsanlegu afleiðingar bráðnandi og hopandi jökla að slíkt muni leysa úr læðingi hættulegar örveirur og bakteríur eins og Spænsku veikina eða Svarta dauða. Sigurður B. Þorsteinsson yfirlæknir og formaður Sóttvarnaráðs segir að vissulega sé þessi fræðilegi möguleiki til staðar en benda verði á að engin dæmi séu um að þetta hafi raunverulega gerst.

Margar falskar nauðgunarkærur

Danska lögreglan hefur af því áhyggjur hvað hún hefur fengið margar falskar nauðgunarkærur í sumar. Síðast í dag játaði fimmtán ára gömul stúlka að hún hefði logið þegar hún sagði að fjórir útlendingar í rauðum fólksbíl hefðu nauðgað sér í Kaupmannahöfn í vikunni. Upplognu kærurnar taka mikinn tíma og mannskap frá lögreglunni.

Koma verður á fót upplýsingskrifstofu um norðurskautið hjá ESB

Koma verður á fót upplýsingaskrifstofu um norðurskautið hjá Evrópusambandinu til þess að koma upplýsingum um vandamál tengd norðurskautinu þar á framfæri. Þetta er meðal áyktana sem samþykktar voru á ársþingi Vestnorræna ráðsins sem haldin var í Nuuk á Grænlandi í vikunni.

Endurbótum á Grímseyjarferju ljúki í nóvemberlok

Búist er við því að endurbótum á Grímseyjarferjunni verði lokið í lok nóvember en endanlegur kostnaður við kaup og endurbætur liggur ekki fyrir. 380 milljónum króna hefur þegar verið varið til verksins.

Formaður Félags landeigenda við Jökulsá mun kæra úrskurðinn

Jónas Guðmundsson formaður Félags landeigenda við Jökulsá á Dal segir að ekki sé viðunandi að hlýta úrskurði matsnefndarinnar um bætur fyrir vatnsréttindin. Hann muni því kæra úrskurðinn og hann á von á að fleiri muni gera slíkt hið sama. "Það var mjög þungt hljóð í mönnum þegar niðurstaða nefndarinnar var kynnt," segir Jónas.

Flytjandi á réttri leið?

Hann fór alla leið bíllinn frá Flytjanda, en spurning hvort bílstjórinn hafi verið ánægður, eins og slagorðið á bílnum sagði.

Faldi lík af nýburum á heimili sínu

Kona á fertugsaldri er nú í haldi lögreglu í Frakklandi eftir að lík þriggja nýbura fundust falin á heimili hennar í frönsku Ölpunum. Talið er að konan hafi átt börnin á árunum 2001 til 2006.

Kröfur um verulegar launahækkanir

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að reikna megi með kröfum um verulegar hækkanir lægstu launa þegar núgildandi kjarasamningar renna úr gildi um áramót. Hann telur að mikil eftirspurn eftir vinnuafli komi verkalýðshreyfingunni til góða í komandi viðræðum.

Foreldrar Madeleine vilja kæra portúgalska sjónvarpskonu

Foreldrar Madeleine McCann hafa hótað að lögsækja portúgalska fréttakonu fyrir ærumeiðandi ummæli sem hún lét falla í beinni sjónvarpsútsendingu í gær. Þar gaf fréttakonan í skyn að Kate McCann, móðir Madeleine, bæri ábyrgð á hvarfi stúlkunnar.

Söluandvirði kókaíns allt að 70 milljónir króna

Tveir Íslendingar, kona og karlmaður, sitja í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn eftir að hafa verið tekin þar með tæp tvö kíló af kókaíni. Söluandvirði þess hér á landi hefði getað numið allt að 70 milljónum króna.

Urðu að hætta við Hvannadalshnjúk vegna veðurs

Björgunarsveitarmenn urðu að hætta við að klífa Hvannadalshnjúk í nótt vegna veðurs en nú viðrar vel á svæðinu þar sem leitað er að tveimur týndum ferðamönnum í grennd við Svínafellsjökul.

422 eiga von á sekt fyrir hraðakstur á Hringbraut

422 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og fyrradag. Lögregla segir að umrædd vöktun hafi hafist klukkan 15.15 á miðvikudag og lauk henni klukkan 9.50 á fimmtudag. Þessir 422 ökumenn voru því staðnir að verki á um það bil 19 klukkustunda tímabili.

Húsin standa auð

Svokölluð Búmannshús á Klaustri standa auð þar sem þau þykja of dýr. Húsin voru byggð fyrir eldri borgara á sínum tíma en eru nú til sölu. Búið var í húsunum í vetur en síðan þá hafa þau staðið auð. Algengt verð fyrir svipað húsnæði á Klaustri eru 4 til 5 milljónir en þessi hús eru meira en tvöfalt dýrari.

Íslendingar taka þátt þegar byssurnar þagna

„ Íslendingar munu ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr" sagði Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í samtali við Vísi. Ástandið í Súdan var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í síðustu viku.

Iceland Express hunsar talsmann neytenda

Flugfélagið Iceland Express hefur neitað að verða við tilmælum talsmanns neytenda um að neytendur velji sjálfir sérstaklega hvort þeir vilji greiða forfallagjald þegar þeir kaupa flugmiða á Netinu. Talsmaður neytenda segir að aukagjöld samkvæmt forvali feli í sér neikvæða samningsgerð, sem hann segir óheimila.

Bandarísk herþota varpar sprengju á breska hermenn

Þrír breskir hermenn létu lífið í suðurhluta Afganistan í morgun og tveir særðust eftir að bandarísk herþota varpaði fyrir mistök sprengju á þá. Hermennirnir voru að berjast við sveitir Talibana þegar atvikið átti sér stað.

Enginn nýr hvalveiðikvóti eftir 31. ágúst

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir í viðtali við hina alþjóðlegu fréttastofu Reuters í dag, að ekki verði gefinn út neinn nýr kvóti til hvalveiða fyrr en markaðseftirspurn aukist og Ísland fái innflutningsleyfi í Japan. Núgildandi kvótatímabili lýkur hinn 31. þessa mánaðar. Einar segir í viðtalinu við Reuters að það sé ekkert vit í að gefa út nýjan kvóta ef markaðurinn sé ekki nógu sterkur.

Góðkunningjar teknir á stolnum bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi hendur í hári tveggja góðkunningja sem voru á stolnum bíl. Mennirnir voru handteknir í Súðarvogi en fyrr um daginn hafði borsit tilkynning þess efnis að aðilar á sama bíl hefðu í frammi ósæmilega hegðun.

Sauðfjárréttir að hefjast

Fyrstu sauðfjárréttir haustsins verða á morgun þegar Mývetningar rétta í Auðkúlurétt en flestar réttir verða aðra og þriðju helgi í september. Alls verður réttað á hátt í 40 stöðum en sumstaðar er harla fátt fé og á nokkrum stöðum ekkert, þar sem allt fé hefur verið skorið vegna riðuveiki.

Unnið að því að senda rannsóknarskip til Austur-Grænlands

"Við erum að skoða þetta mál mjög alvarlega og vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið í fréttum hér hefur LÍÚ hvatt til þess að hafrannsóknarskip verði sent hið fyrsta til Austur-Grænlands til að kanna mikið magn af þorski sem þar hefur fundist.

Danska löggan að gefast upp á Kristjaníu

Ef lögreglumenn fengju sjálfir að ráða myndu þeir hætta eftirlitsferðum um Kristjaníu, segir formaður Landssambands danskra lögregluþjóna. Þeim finnst þær ekki þjóna neinum tilgangi. Lögregluþjónarnir kenna stjórnmálamönnum um og segja að þeir reyni að halda málinu heitu með því að pissa í buxurnar.

Helguðu sér land að fornum sið

Hópur nemenda og starfsmanna Háskólans í Reykjavíkur helgaði sér í morgun land að fornum sið á þeim stað þar sem skólinn hefur fengið úthlutað lóð við rætur Öskjuhlíðar. Um leið var tekin fyrsta skóflustungan að nýbyggingu háskólans.

Ók börnunum í leikskóla undir áhrifum fíkniefna

Þrír karlar á þrítugsaldri voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eftir því sem lögregla segir í tilkynningu var sá fyrsti var stöðvaður í Kópavogi í gærmorgun en viðkomandi átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum.

Tveir særðust í sprengjuárás ETA á Spáni

Tveir spænskir lögregluþjónar særðust þegar sprengja sprakk á svæði Baska á Spáni í morgun. Talið er líklegt að aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, beri ábyrgð á verknaðinum. Þetta fyrsta sprengjuárás samtakanna frá því þau féllu frá gildandi vopnahléi í júnímánuði.

Trúboði namm namm

Það hefur verið mjög í tísku undanfarin ár að þjóðir biðjist afsökunar á misgjörðum forfeðra sinna. Síðast baðst menningarmálaráðherra Danmerkur afsökunar á því að danskir víkingar skyldu gera strandhögg á Írlandi fyrir 1200 árum. Ættbálki á Papúa í Nýju Gíneu hefur nú runnið blóðið til skyldunnar og beðist afsökunar á því að hafa borðað fjóra trúboða árið 1878.

Kennslu- og prófdagar færri en reglugerð gerir ráð fyrir

Kennslu- og prófdagar í framhaldsskólum reyndust vera færri en 175 í 13 skólum á síðasta kennsluári samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Það stangast á við reglugerð um starfstíma framhaldsskóla sem segir að kennslu- og prófdagar skuli ekki vera færri 175. Tófl skólar uppfylltu ekki þessi ákvæði skólaárið 2005-2006.

Eldur laus í flutningalest á Stórabeltisbrú

Loka þurfti öðru lestarsporinu yfir Stórabeltisbrú milli Fjóns og Sjálands í Danmörku í morgun eftir að eldur kom upp í flutningalest. Það var vörubílstjóri sem gerði lestarstjóranum viðvart um að kviknað væri í lestinni.

Saka stjórnvöld í Úganda um ýta undir andúð gegn samkynhneigð

Alþjóðleg mannréttindarsamtök hafa sakað stjórnvöld í Úganda um að ýta undir andúð gegn samkynhneigðum þar í landi. Samkynhneigð er refisverð í Úganda samkvæmt lögum sem voru samþykkt á meðan landið var enn bresk nýlenda. Árið 1990 voru refsiákvæði laganna þó hert til muna.

Taka lán fyrir menningarhúsinu

Bæjarráð Akureyrar samþykkti í dag að taka eitt hæsta lán sem bærinn hefur tekið. Lánið, sem er upp á liðlega sjöhundruð milljónir króna, fer að mestu í að byggja menningarhús.

Maraþonið gaf 41 milljón

Alls nutu um 130 líknar- og góðgerðarfélög góðs af sprikli landsmanna í dag, þegar Glitnir greiddi út áheitin í Reykjavíkurmaraþoninu 2007, alls 41,3 milljónir króna, við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í dag.

Sjá næstu 50 fréttir