Fleiri fréttir

Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði í Rússlandi

Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði skömmu eftir flugtak í Moskvu í Rússlandi í nótt. Engan á jörðu niðri sakaði en flugvélin lenti í skóglendi og varð alelda á svipstundu. Ekki er vitað hver orsök slysins er.

Steingrímur segir samkomulag sýndarmennsku

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir að ekki hafi verið haft eðlilegt samráð um áætlun um lofteftirlit Atlantshafsbandalagsins. Hann telur að fyrst ætti að móta stefnu í varnarmálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir sjálfsagt að endurskoða mat á vörnum landsins, en er ánægð með að samkomulagið við NATO sé í höfn.

Hætta á flóðum hefur rénað

Lík nítján ára pilts fannst umflotið vatni á vestur-Englandi í nótt en piltsins hafði verið saknað í um viku, eða frá því flóðin á svæðinu hófust. Hætta á flóðum á Bretlandseyjum hefur minnkað en rigningar sem gengu yfir suðvestur England í nótt höfðu töluvert minni áhrif en spáð hafði verið.

Alvarleg líkamsárás á Sæbraut

Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er.

Utanríkisráðherra ekki kunnugt um lágflugsbeiðni

Utanríkisráðherra hefur ekki vitneskju um að óskað verði eftir heimild til lágflugs á varnaræfingunni Norður-víkingur, sem fram fer hér á landi í haust, sem stjórnandi æfinganna hefur staðfest að sótt verði um til Flugmálastjórnar. Formaður vinstri grænna segir æfingarnar ekkert annað en sýndarmennsku, nær sé að verja fjármununum í eflingu almannavarna, björgunarstarfsemi og löggæslu.

Lögregla á þyrlu tekur þrjá ökumenn fyrir utanvegaakstur

Lögreglan á Hvolsvelli fékk fréttir af utanvegaakstri inni á friðlandi í gær og fóru lögreglumenn á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, inn að Álftavatni þar sem þrír ökumenn voru staðnir að því að aka utan vega að sögn lögreglunna á Hvolsvelli.

Maður gekk berserksgang í Þórsmörk

Á Hvolsvelli voru öll tjaldstæði full og mikil ölvun og erill hjá lögreglu. Lögreglan þar var kölluð inn í Bása í Þórsmörk, en þar gekk maður berserksgang að sögn lögreglu og hafði í hótunum við konu sína. Maðurinn hélt konu sinni í gíslingu að sögn lögreglu og hafði í hótunum við aðrar konur á svæðinu.

Eldur í bílakerru í Grjótaþorpi

Kveikt var í bílakerru í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Að sögn slökkviliðsins var kerran full af hvers konar blaðarusli og varð hún því fljótt alelda. Vel gekk að slökkva eldinn og ekki er talið að nálæg hús hafi verið í hættu.

Brown fundar með Bush í dag

Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, fundar með Bush Bandaríkjaforseta í dag. Brown reyndi fyrir ferðina að sannfæra Bandaríkjamenn um að hans koma í embættið myndi engu breyta í samskiptum þjóðanna.

Japanar ganga að kjörborðinu

Japanar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um helming sæta í efri deild japanska þingsins. Kosningarnar gætu orðið til þess að Sinzo Abe, forsætisráðherra Japana, þurfi að hrökklast úr embætti.

Ölvaður maður stakk sér til sunds í Keflavíkurhöfn

Tveir lögreglumenn og einn slökkviliðsmaður þurftu að synda á eftir ölvuðum manni sem fór í sundferð um höfnina í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöldi. Maðurinn var búinn að synda um 200 metra frá landi þegar hann náðist.

Tveir gistu fangaklefa í Keflavík

Nokkur ölvun var í miðbæ Keflavíkur í nótt og fengu tveir að gista fangaklefa. Annar þeirra var handtekinn í morgun fyrir að sinna ekki fyrirmælum lögreglu.

Banaslys í Grímsnesi

Banaslys varð á Biskupstungnbraut við verslunina Minni-Borg í Grímsnesi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaður bifhjóls lést eftir að hann féll af hjóli sínu í árekstri við jeppa. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi en var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós að sögn lögreglu.

Flóttamenn fá að fara í gegnum Ísrael til Vesturbakkans

Þúsundir palestínskra flóttamanna sem nú eru strandaglópar í Egyptalandi hafa fengið leyfi til að fara til Vesturbakkans samkvæmt samkomulagi egypskra og ísraelskra stjórnvalda. Fólkið flúði til Egyptalands frá Gazasvæðinu eftir að Hamas-samtökin tóku völdin þar fyrr í sumar.

Móturhjólaslys í Grímsnesi

Móturhjólamaður slasaðist þegar bíl var keyrt í veg fyrir hann á Biskupstungnabraut við Minni-Borgir í Grímsnesi laust fyrir klukkan átta í kvöld. Maðurinn keyrði á bílinn og kastaðist af hjólinu.

Fjórir handteknir á Akureyri í kjölfar húsleitar

Lögreglan á Akureyri handtók fjóra einstaklinga í nótt eftir að gerð var húsleit þar í bæ. Í húsinu fundust 15 grömm af hvítu efni og 17 skammtar af ofskynjunarlyfinu LSD. Fólkinu var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt.

Sjö teknir fyrir hraðakstur í Borgarnesi

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö ökumenn í dag fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast mældist á 120 kílómetra hraða á Snæfellsnesvegi en þar er 90 kílómetra hámarkshraði.

Landvernd vill að tímabundið virkjanaleyfi gildi í aðeins 1 ár

Formaður Landverndar segir eðlilegra að tímabundið virkjanaleyfi Múlavirkjunar muni gilda í aðeins eitt ár, í stað fjögurra eða fimm eins og iðnaðarráðherra hefur talað um. Umhverfissamtökunum finnst einnig vanta viðurlög og þvingunarúrræði í málefnum smærri virkjana þegar framkvæmdaáætlunum er ekki fylgt.

Óvenjulegt veðurfyrirbæri á Skeiðarársandi

Skýstrokkur sást á Skeiðarársandi um klukkan hálfþrjú í gær. Skýstrokkar myndast mjög sjaldan á Íslandi, enda eru aðstæðurnar sem þarf til að mynda slík fyrirbæri sérstakar og yfirleitt ekki fyrir hendi í andrúmsloftinu yfir eða í grennd við landið.

Áhyggjur af krónubréfum í kjölfar lækkunar hlutabréfa

Áttatíu og fimm milljarðar eru á gjalddaga í svokölluðum krónubréfum í september. Í framhaldi af falli hlutabréfa í Bandaríkjunum óttast margir að þessir peningar hverfi allir úr íslensku hagkerfi. Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi telur að erlendir fjárfestar hafi enn trú á krónubréfum og því fari peningarnir hvergi.

Geimförum hjá NASA leyft að fljúga þrátt fyrir áfengisneyslu

Geimförum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA hefur verið leyft að fljúga eftir mikla áfengisneyslu þrátt fyrir aðvaranir lækna. Yfirmaður hjá Nasa fullyrðir að eftirlit með áfengisneyslu geimfaranna verði hert svo slíkt gerist ekki aftur.

Skipt um rafhlöður í Dick Cheney

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, gekk undir uppskurð í dag þar sem skipt var um rafhlöður í gangþráð hans. Aðgerðin fór fram á George Washington háskólasjúkrahúsinu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og þótti takast vel.

Sameinuðu þjóðirnar veita fé í uppbyggingu skólastarfs í Jórdaníu og Sýrlandi

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að veita tæpum 130 milljónum bandaríkjadala, andvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna í uppbyggingu skólastarfs fyrir börn íraskra flóttamanna í Sýrlandi og Jórdaníu. Yfir hundrað og fimmtíu þúsund írösk flóttamannabörn búa þar og eiga þess ekki kost að ganga í skóla.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segist ekki vanhæfur

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hafnar því að vera vanhæfur í samkeppnismáli Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunnar og Auðhumlu, eins og Mjólkursamsalan heldur fram. Forstjóri Mjólku óttast það að Mjólkursamsalan telji sig hafna yfir lög og starfsemi eftirlitsstofnanna.

NATO þotur sinna eftirliti í lofthelgi Íslands

Orrustuflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins munu sinna reglubundnu eftirliti um lofthelgi Íslands, samkvæmt samkomulagi sem samþykkt hefur verið í fastaráði NATO. Fjórum sinnum á ári munu þotur bandalagsríkja fljúga hér eftirlitsferðir á kostnað ríkjanna sjálfra. Forsenda eftirlitsflugsins eru ratsjárstöðvarnar fjórar hér á landi, sem Íslendingar munu bera allan kostnað af.

Íbúar varaðir við áframhaldandi rigningu í Suður Englandi

Lögregluyfirvöld í Suður Englandi hafa varað íbúa flóðasvæðanna við mikilli rigningu sem spáð hefur verið um helgina og er fólk hvatt til að halda sig inni. Gríðarlegt tjón hefur orðið á vegum, gróðri og húsum vegna flóðanna undanfarna daga og einna mest í Glosterskíri. Þúsundir manna eru enn án rafmagns og vatns.

Vilja æfa lágflug yfir hálendi Íslands

Beiðni um heimild til lágflugs á varnaræfingunni Norður víkingur mun berast Flugmálastjórn á næstunni en lágflugsæfingar á þessum árstíma falla ekki undir almennar reglur um heræfingar. Erfitt gæti reynst fyrir Flugmálastjórn að heimila æfingarnar þar sem Flugmálastjórn ber að vernda hagsmuni almennings og umferð ferðamanna um landið er mikil á þessum tíma.

Ekið á reiðhjólamann í Garðabæ

Ekið var á 19 ára gamla stúlku við Sigurhæð í Garðabæ laust eftir klukkan fjögur í dag. Stúlkan, sem var á reiðhjóli, var á leið yfir gatnamót þegar keyrt var á hana.

Einar Oddur Kristjánsson jarðsunginn frá Flateyrarkirkju í dag

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður var jarðsunginn frá Flateyrarkirkju í dag. Einar Oddur varð bráðkvaddur í fjallgöngu nærri heimabyggð sinni laugardaginn 14. júlí, sextíu og fjögurra ára gamall. Minningarathöfn var haldinn um hann í Hallgrímskirkju á miðvikudag.

Aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Hellisheiðarvirkjun

Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Alexander er hingað kominn til að kynna sér lausnir í nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu. Von er á sendinefndum bandarískra þingmanna á næstu vikum.

Ók undir áhrifum kannabisefna

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði um þrjúleytið í nótt stúlku fyrir að aka undir áhrifum kannabisefna. Hún færð á lögreglustöð en sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Óvenjulegur gjörningur á Laugavegi

Óvenjulegur gjörningur fór fram í dag fyrir framan vélhjólaverslunina Motors að Laugavegi 168. Listamaðurinn Daníel Hjörtur skar þá með keðjusög út andlitsmynd úr rekaviði. Tilefnið var annars vegar opnun vélhjólaverslunarinnar Motors og hins vegar opnun sýningar á verkum Daníels í versluninni.

Sex falla í sjóbardaga við Sri Lanka

Að minnsta kosti sex uppreisnarmenn Tamil tígra féllu í sjóbardaga milli þeirra og sjóhers Sri Lanka fyrir utan norðvesturströnd landsins í morgun. Mennirnir sex voru um borð í tveimur bátum og höfðu þeir falið sig í hópi um 60 indverskra fiskibáta.

Skotinn í hausinn vegna ágreinings um reykingabann

Breska lögreglan handtók í dag 19 ára gamlan pilt sem grunaður er um morðið á James Oyebola,fyrrum þungavigtarmeistara í hnefaleikum. Oyebola var skotinn í höfuðið á skemmtistað í London á mánudaginn eftir að hann bað gesti um að hætta reykja inni á skemmtistaðnum.

Saka íslensk lögregluyfirvöld um að brjóta alþjóðalög

Íslensk lögregluyfirvöld gætu mögulega verið að brjóta alþjóðlög með því gera vegabréf mótmælenda á vegum samtakanna Saving Iceland upptæk. Þetta kemur fram í tilkynnningu frá samtökunum. Bresk kona á þrítugsaldri var handtekinn í gær vegna mótmæla við Kárahnjúkastíflu í fyrra. Hún neitaði að greiða 100 þúsund krónur í sekt og þarf því að sitja inni í átta daga. Samtökin hafa lokað tjalbúðum sínum í Mosfellsbæ.

Matís opnar nýjan gagnagrunn

Matís, Matvælarannsóknir Íslands, hefur opnað nýjan gagnagrunn um efnainnihald matvæla. Á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um efni í um 900 fæðutegundum.

130.000 heimili vatnslaus í Gloucesterskíri

Spáð er enn meiri rigningu í Englandi og Wales yfir helgina og gæti það aukið verulega á flóðahættu á þeim svæðum. Í kringum 130.000 heimili í Gloucesterskíri eru enn vatnslaus og talið er að ástandið muni ekki lagast næstu daga.

Fjórir létust í þyrluslysi í Arisona ríki

Fjórir létust þegar tvær þyrlur í eigu bandarískra sjónvarpsstöðva í Arisona ríki hröpuðu til jarðar í gær. Þyrlurnar hröpuðu báðar á skólalóð í borginni Phoenix eftir að þær höfðu verið að mynda lögregluna elta vörubíl.

Fimm láta lífið í sprengingu í Bagdad

Fimm létust og að minnsta kosti tíu særðust þegar sprengja sprakk á fjölfarinni verslunargötu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunni var komið fyrir í trukk sem búið var að leggja við bílasölu.

Truflanir á Digital Ísland á höfuðborgarsvæðinu

Svæðisbundinna truflana gætir á útsendingum Digital Íslands á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Vodafone. Ástæðan er rakin til óleyfilegra útsendinga frá fjarskiptabúnaði sem truflar tíðnisvið Digital Íslands. Tæknimenn vinna að því að leysa vandann.

Fjórtán láta lífið vegna flóða á Indlandi og Bangladesh

Að minnsta kosti fjórtán hafa látið lífið í miklum flóðum sem nú geysa á Indlandi og í Bangladesh. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa ár hafa flætt yfir bakka sína og hundruðir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Þá hefur rafmagn farið af stórum svæðum vegna flóðanna.

Bandaríska þingið boðar aukið eftirlit

Bandaríska þingið hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér aukin fjárframlög til þeirra borga sem talin eru í mestri hryðjuverkahættu og verður öryggiseftirlit eflt á öllum sviðum.

Ástralir sleppa meintum hryðjuverkamanni

Indverskum lækni sem sakaður var um að vera einn höfuðpaura í bílsprengjutilraun í Bretlandi var í gær sleppt í Ástralíu eftir að yfirvöld þar í landi felldu niður málið vegna sönnunarskorts.

Sjá næstu 50 fréttir