Erlent

Japanar ganga að kjörborðinu

Japanar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um helming sæta í efri deild japanska þingsins. Kosningarnar gætu orðið til þess að Sinzo Abe, forsætisráðherra Japana, þurfi að hrökklast úr embætti.

Kosningarnar eru þær fyrstu frá því að Abe tók við embættinu í september á síðasta ári. Þrátt fyrir að kosningarnar hafi ekki bein áhrif á Abe telja stjórnmálaskýrendur að verði flokkur hans, Frjálslyndi demókrataflokkurinn, illa úti í kosningunum gæti það orðið til þess að hann þurfi að segja af sér. Skoðanakannanir benda til þess að niðurstaða kosninganna verði Abe ekki í hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×