Erlent

Skotinn í hausinn vegna ágreinings um reykingabann

MYND/Stöð2

Breska lögreglan handtók í dag 19 ára gamlan pilt sem grunaður er um morðið á James Oyebola,fyrrum þungavigtarmeistara í hnefaleikum. Oyebola var skotinn í höfuðið á skemmtistað í London á mánudaginn eftir að hann bað gesti um að hætta reykja inni á skemmtistaðnum.

Um 40 manns voru inni á skemmtistaðnum þegar árásin átti sér stað og sáu vitni þrjá menn hlaupa út. Reykingabann tók gildi nýlega á breskum veitingastöðum og hafði Oyebola það eitt til saka unnið að hafa beðið gesti um að virða bannið. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést af völdum skotsáranna á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×