Innlent

Banaslys í Grímsnesi

Banaslys varð á Biskupstungnbraut við verslunina Minni-Borg í Grímsnesi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaður bifhjóls lést eftir að hann féll af hjóli sinu í árekstri við jeppa. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi en var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var bifhjólamaðurinn á leið suðvestur og í samfloti með tveimur öðrum bifhjólamönnum. Jeppabifreið sem kom á móti var beygt í veg fyrir þá í átt að versluninni Minni-Borg. Maðurinn féll af hjólinu við áreksturinn og slasaðist. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Eftir komuna þangað var hann úrskurðaður látinn.

Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós að sögn lögreglunnar og eru vitni að slysinu beðin um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×