Innlent

Einar Oddur Kristjánsson jarðsunginn frá Flateyrarkirkju í dag

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður var jarðsunginn frá Flateyrarkirkju í dag. Einar Oddur varð bráðkvaddur í fjallgöngu nærri heimabyggð sinni laugardaginn 14. júlí, sextíu og fjögurra ára gamall. Minningarathöfn var haldinn um hann í Hallgrímskirkju á miðvikudag.

Fjölmenni var við útförina sem fór fram í kirkjunni í dag en var útvarpað í íþróttahúsi staðarins. Það voru vinir Einars Odds sem báru kistuna en hann var jarðsettur í kirkjugarðinum í Holti í Önundarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×