Erlent

Íbúar varaðir við áframhaldandi rigningu í Suður Englandi

Lögregluyfirvöld í Suður Englandi hafa varað íbúa flóðasvæðanna við mikilli rigningu sem spáð hefur verið um helgina og er fólk hvatt til að halda sig inni. Gríðarlegt tjón hefur orðið á vegum, gróðri og húsum vegna flóðanna undanfarna daga og einna mest í Glosterskíri. Þúsundir manna eru enn án rafmagns og vatns.

Íbúum flóðasvæðanna og ferðamönnum hefur verið ráðlagt að keyra ekki í gegnum Glosterskíri þar sem flætt hefur yfir marga vegi og sumir þeirra gjöreyðilagst. Ár hafa flætt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á vegum, gróðri og húsum. Glosterskíri hefur farið verst út úr flóðunum síðustu daga og er talið að um 130 þúsund heimili séu enn vatnslaus. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að koma hreinu drykkjarvatni til íbúa svæðisins þar sem allt drykkjarvatn er talið sýkt. Önnur eins rigning hefur ekki mælst síðustu tvo mánaði frá árinu 1766. Flóðin hafa víða eyðilagt uppskeru á svæðinu og eru garðyrkjubændur áhyggjufullir.

Glosterskíri hefur verið vinsæll ferðamannastaður á sumrin og verið góð tekjulind. Undanfarnar vikur hafa ferðamenn ekki látið sjá sig.

Flóð hafa víða um heim valdið miklu tjóni. Fjölmargir hafa látíð lífið og þúsundir slasast í flóðum í Kína síðustu daga og milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna flóða í suður Nepal. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið vegna þeirrra.

Þaðð skiptast á skin og skúrir því hitabylgja hefur staðið yfir í miðausturlöndum. Hitastigið í Ísrael hefur til að mynda farið uppfyrir 45 gráður á celsíus sem telst óvenjulega mikill hiti á þessum árstíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×