Erlent

Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði í Rússlandi

Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði skömmu eftir flugtak í Moskvu í Rússlandi í nótt. Engan á jörðu niðri sakaði en flugvélin lenti í skóglendi og varð alelda á svipstundu.

Ekki er vitað hver orsök slysins er. Ofhleðsla hefur valdið nokkrum flugslysum í Rússlandi en það virðist ekki hafa verið orsök þessa slys. Aðeins var um níu tonna farmur um borð í flugvélinni sem hafði leyfi til að flytja allt að tuttugu tonn. Flugvélin, sem var af gerðinni Antonov 12, var smíðuð fyrir rúmum fjörtíu árum og ráðgert var að taka hana úr notkun síðar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×