Erlent

Geimförum hjá NASA leyft að fljúga þrátt fyrir áfengisneyslu

Geimförum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA hefur verið leyft að fljúga eftir mikla áfengisneyslu þrátt fyrir aðvaranir lækna. Yfirmaður hjá Nasa fullyrðir að eftirlit með áfengisneyslu geimfaranna verði hert svo slíkt gerist ekki aftur.

Greint hefur verið frá því í nýútkominni skýrslu sem unnin var fyrir Nasa að geimförum geimvísindastofnunarinnar hefur verið leyft að fljúga eftir að hafa neytt áfengis í miklum mæli. Þrátt fyrir að læknar hjá stofnuninni hafi ítrekað varað við neyslu geimfarannna hefur þeim verið gefið leyfi til að fljúga nokkrum tímum eftir að þeir neyttu áfengis. Nöfn geimfaranna voru ekki tilgreind en um tvo eða þrjá er að ræða. Geimvísindastofnunin hefur verið harkalega gagnrýnd fyrir að hafa litið framhjá þessu og er þetta talið stofna lífi geimfaranna og annarra í hættu.

Almennar vinnureglur hjá Nasa eru að geimfarar fari ekki í loftið ef þeir hafa neytt áfengis innan tólf tíma. Yfirmenn Nasa segja að eftirlit með áfengisneyslu geimfaranna verði hert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×