Erlent

Sex falla í sjóbardaga við Sri Lanka

Stjórnarhermenn vakta götur Colombo, höfuðborg Sri Lanka.
Stjórnarhermenn vakta götur Colombo, höfuðborg Sri Lanka. MYND/AFP

Að minnsta kosti sex uppreisnarmenn Tamil tígra féllu í sjóbardaga milli þeirra og sjóhers Sri Lanka fyrir utan norðvesturströnd landsins í morgun. Mennirnir sex voru um borð í tveimur bátum og höfðu þeir falið sig í hópi um 60 indverskra fiskibáta.

Samkvæmt talsmanni sjóhers Sri Lanka skutu uppreisnarmennirnir eldflaugum í átt að herskipi sjóhersins og þá hleyptu þeir einnig af vélbyssum. Herskipið svaraði skothríðinni og sökkti báðum bátunum.

Um 70 þúsund manns hafa fallið bardögum milli uppreisnarmanna Tamil tígra og stjórnarhersins frá árinu 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×