Innlent

Skemmdir unnar á björgunarbát í Sandgerðishöfn

Eignarspjöll voru unnin á björgunarbátnum Verði í Sandgerðishöfn um áttaleytið í gærkvöldi. Tæmt var úr slökkvitækjum bátsins, feiti smurt á hurðarhúna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu Suðurnesja var ennfremur átt við tækjabúnað bátsins. Engu var þó stolið að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×