Innlent

Eldur í bílakerru í Grjótaþorpi

Kveikt var í bílakerru í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Að sögn slökkviliðsins var kerran full af hvers konar blaðarusli og varð hún því fljótt alelda. Vel gekk að slökkva eldinn og ekki er talið að nálæg hús hafi verið í hættu.

Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað að íbúð í Seljahverfi í Breiðholti laust eftir klukkan fjögur í nótt en mikinn reyk lagði úr íbúðinni. Hafði húsráðandi verið að elda sér mat en ákveðnum tímapunkti gleymt eldamennskunni. Engan sakaði en Slökkviliðið þurfti að reykræsta íbúðina. Litlar skemmdir urðu á íbúðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×