Innlent

Maður gekk berserksgang í Þórsmörk

Á Hvolsvelli voru öll tjaldstæði full og mikil ölvun og erill hjá lögreglu. Lögreglan þar var kölluð inn í Bása í Þórsmörk, en þar gekk maður berserksgang að sögn lögreglu og hafði í hótunum við konu sína. Maðurinn hélt konu sinni í gíslingu að sögn lögreglu og hafði í hótunum við aðrar konur á svæðinu.

Maðurinn steig í framhaldi af þessu upp í bíl konu sinnar og ók honum undir áhrifum áfengis, auk þess sem hann var próflaus. Hann var stöðvaður af lögreglu á för sinni til byggða, handtekinn og fluttur í fangageymslur á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×