Innlent

Steingrímur segir samkomulag sýndarmennsku

Sighvatur Jónsson skrifar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir að ekki hafi verið haft eðlilegt samráð um áætlun um lofteftirlit Atlantshafsbandalagsins. Hann telur að fyrst ætti að móta stefnu í varnarmálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir sjálfsagt að endurskoða mat á vörnum landsins, en er ánægð með að samkomulagið við NATO sé í höfn.

Fulltrúaráð NATO hefur samþykkt áætlun um að sinna lofteftirliti við Ísland. Fjórum sinnum á ári verða erlendar orrustuþotur á landinu vegna þessa. Ísland greiðir kostnað af gistingu flugmanna, tækniaðstoð og fleiru - en viðkomandi NATO-ríki bera kostnað af sjálfu fluginu.

Utanríkisráðherra segir gott að samkomulagið sé í höfn og sjálfsagt sé að endurskoða mat á vörnum landsins. Formaður vinstri grænna telur málið ekki hafa hlotið eðlilega umræðu, og segir lítið hafa breyst í þeim efnum með nýrri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×