Innlent

Óvenjulegur gjörningur á Laugavegi

Daníel mundar keðjusögina.
Daníel mundar keðjusögina. MYND/HG

Óvenjulegur gjörningur fór fram í dag fyrir framan vélhjólaverslunina Motors að Laugavegi 168. Listamaðurinn Daníel Hjörtur skar þá með keðjusög út andlitsmynd úr rekaviði. Tilefnið var annars vegar opnun vélhjólaverslunarinnar Motors og hins vegar opnun sýningar á verkum Daníels í versluninni.

Gjörningurinn vakti athygli meðal gangandi vegfarenda og þótti takast vel til. Rekaviðinn fékk Daníel af Reykjanesinu en Daníel hefur áður vakið athygli fyrir óhefðbundna listsköpun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×