Innlent

Utanríkisráðherra ekki kunnugt um lágflugsbeiðni

Sighvatur Jónsson skrifar

Utanríkisráðherra hefur ekki vitneskju um að óskað verði eftir heimild til lágflugs á varnaræfingunni Norður-víkingur, sem fram fer hér á landi í haust, sem stjórnandi æfinganna hefur staðfest að sótt verði um til Flugmálastjórnar. Formaður Vinstri grænna segir æfingarnar ekkert annað en sýndarmennsku, nær sé að verja fjármununum í eflingu almannavarna, björgunarstarfsemi og löggæslu.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að búið væri að senda inn beiðni til Samgönguráðuneytisins og Flugmálastjórnar um frávik frá reglum um lágflug, í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur hér á landi um miðjan ágúst.

Lágflugið yrði yfir hálendi landsins en slíkt er óheimilt yfir sumartímann.

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er ósáttur við að fjármunum sé varið í heræfingar hér á landi. Honum finnst furðulegt að utanríkisráðherra sé ekki kunnugt um lágflugsheimildina, það sé ekki trúverðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×