Innlent

Óvenjulegt veðurfyrirbæri á Skeiðarársandi

Skýstrokkur sást á Skeiðarársandi um klukkan hálfþrjú í gær. Skýstrokkar myndast mjög sjaldan á Íslandi, enda eru aðstæðurnar sem þarf til að mynda slík fyrirbæri sérstakar og yfirleitt ekki fyrir hendi í andrúmsloftinu yfir eða í grennd við landið.

Skýstrokkurinn snerti jörð í um það bil fimm mínútur og þyrlaði upp sandi og ryki. Strokknum fylgdi mikil rigning og nokkurt haglél og einnig mátti sjá eldingar á eldingamælum Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×