Erlent

Fjórtán láta lífið vegna flóða á Indlandi og Bangladesh

Árlega verða mikil flóð á þessum svæðum á monsúntímabilinu.
Árlega verða mikil flóð á þessum svæðum á monsúntímabilinu. MYND/AFP

Að minnsta kosti fjórtán hafa látið lífið í miklum flóðum sem nú geysa á Indlandi og í Bangladesh. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa ár hafa flætt yfir bakka sína og hundruðir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Þá hefur rafmagn farið af stórum svæðum vegna flóðanna.

Vegir eru víða farnir undir vatn og hefur herinn verið kallaður til aðstoðar bæði á Indlandi og í Bangladesh. Þúsundir manna hafast nú við flóttamannabúðum víðs vegar á svæðinu en samkvæmt indversku veðurstofunni er ekki reiknað með að það stytti upp á næstunni.

Alls hafa um 800 manns látið lífið á þessu ári á Indlandi, Banglades, Pakistan og Afganistan vegna flóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×